Ölkelda (Staðarsveit)
Ölkelda er bær innan við Staðará í Staðarsveit Snæfellsbæ, um 13 km vestan við Vegamót, þar sem beygt er til Stykkishólms. Við bæinn er ósnortin ölkelda sem hann dregur nafn sitt af og er ölkeldan vinsæll áningarstaður ferðafólks, þar sem koldíoxíð (CO2) kemur upp með grunnvatninu svo af verður bragðgott ölkelduvatn. Umhverfis sjálfa ölkelduna eru hlaðnir veggir, um 1 m á hæð, sem þar voru hlaðnir fyrir nokkrum áratugum síðan og er ölkeldan á náttúruminjaskrá. Frá bænum Ölkeldu liggur vegur til norðvesturs upp að fjallgarðinum og má þaðan komast upp á Gráborg (930 m).
Heimildir
breytaBjörn Hróarsson. Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og Menning. ISBN 9979-3-0853-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.