Fyrir grein um hraunbreiðuna sem kallast stundum Hvassahraun sjáið Afstapahraun

Hvassahraun er jörð rétt austan við Vatnsleysuströnd og Kúagerði á norðanverðum Reykjanesskaga og heyrir til sveitarfélagsins Voga. Hvassahraun er norðan við Geldingahraun, austan við Rjúpnadalshraun og vestan við Selhraun og Almenninga. Jörðin er báðum megin við Reykjanesbraut.

Horft yfir Hvassahraun.

Komið hefur til tals að gera nýjan innanlandsflugvöll í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll í Hvassahrauni sunnan Reykjanesbrautar.[1] Veðurstöð var rekin í Hvassahrauni 2001 til 2009 til að kanna aðstæður fyrir flug.

Tilvísanir

breyta
  1. „Nýr innanlandsflugvöllur í Vogum?“. Víkurfréttir. Sótt 13.9.2023.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.