Hvammur í Laxárdal
Eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur í Skagafjarðarsýslu
Hvammur í Laxárdal er eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur í Skagafjarðarsýslu. Hvammur er í Laxárdal, sem liggur vestan við Tindastól, og tilheyrði áður Skefilsstaðahreppi en er nú í Sveitarfélaginu Skagafirði og liggur undir Sauðárkróksprestakall eftir að prestakallið var lagt niður 1970, en í því var auk Hvamms kirkjan á Ketu á Skaga.[1] Hvammur var alla tíð talið ákaflega rýrt brauð og prestar þar voru margir bláfátækir.
Kirkjan í Hvammi var til forna Ólafskirkja, helguð Ólafi helga. Núverandi kirkja er úr timbri og var byggð árið 1892.[2]
Skammt frá Hvammi er gamalt eyðibýli sem heitir Atlastaðir og er sagt að Atli, sonur landnámsmannsins Eilífs arnar, hafi búið þar en líklegt er að Hvammur hafi verið landnámsjörð Eilífs.[3]
Heimildir
breyta- ↑ „Hvammskirkja (1892)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2016.
- ↑ Minjastofnun. „Hvammskirkja í Laxárdal“. Minjastofnun. Sótt 2. desember 2024.
- ↑ „Skagfirðingabók - 1. tölublað (01.01.1973) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 2. desember 2024.