Hvammur í Laxárdal

Hvammur í Laxárdal er eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur í Skagafjarðarsýslu. Hvammur er í Laxárdal, sem liggur vestan við Tindastól, og tilheyrði áður Skefilsstaðahreppi en er nú í Sveitarfélaginu Skagafirði og liggur undir Sauðárkróksprestakall eftir að prestakallið var lagt niður 1970, en í því var auk Hvamms kirkjan á Ketu á Skaga. Hvammur var alla tíð talið ákaflega rýrt brauð og prestar þar voru margir bláfátækir.

Kirkjan í Hvammi var til forna Ólafskirkja, helguð Ólafi helga. Núverandi kirkja er úr timbri og var byggð árið 1892.

Skammt frá Hvammi er gamalt eyðibýli sem heitir Atlastaðir og er sagt að Atli, sonur landnámsmannsins Eilífs arnar, hafi búið þar en líklegt er að Hvammur hafi verið landnámsjörð Eilífs.

Tenglar breyta