Skeggjastaðir er landnámsjörð og lögbýli í Mosfellsbæ austarlega í Mosfellsdal á vinstri hönd skömmu eftir að komið er að Gljúfrasteini. Heildarstærð er um 416 ha.

Landið nam Þórður skeggi Hrappsson landnámsmaður en hann hélt til Íslands að ráði Ingólfs Arnarsonar og nam land á milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpu).

Landið afmarkast af Leirvogsá til norðurs, Stardal til austurs, Laxnesi og Minna Mosfelli til vesturs og Selvangi/Selholti til suðurs. Landið er að mestu mólendi og sæmilega gróið en hluti landsins eru grasflatir. Útsýni af landinu er ýmist til fjalla eða sjávar. Á landinu er Leirtjörn þar sem fólk getur farið í lautarferð, róið bátum og rennt fyrir silung. Reiðleiðir eru um svæðið sem tengjast þekktum og reiðleiðum í nágrenninu.

Tröllafoss er í Leirvogsá við norðurjaðar Skeggjastaða. Meðalveiðin í Leirvogsá hefur verið með því mesta sem gerst hérlendis eða um þrír laxar á stangardag. [1]

Landnámið breyta

Allt land innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar er samkvæmt Landnámu í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Þórður skeggi hefur verið kallaður landnámsmaður Mosfellinga. Samkvæmt Landnámu bjó hann á Skeggjastöðum og nam hann land að ráði Ingólfs og náði það á milli Leirvogsár og Úlfarsár sem er ekki fjarri núverandi sveitarfélagsmörkum Mosfellsbæjar. Mosfellsdalur og Mosfellsheiði að hluta voru innan landnáms Þórðar skeggja. Þórður skeggi Hrappsson (fæddur um 839) nam að sögn Landnámabókar land milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpu), en hann hélt til Íslands að ráði Ingólfs Arnarsonar. Bú hans var að Skeggjastöðum.

Þórður skeggi var sonur Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórður átti Vilborgu Ósvaldsdóttur, eldri dóttir þeirra hét Helga en hennar maður var Ketilbjörn hinn gamli. Yngri dóttirin hét Þuríður. Skeggjagata í Reykjavík er nefnd eftir honum.

Tilvísanir breyta

  1. Stangveiðifélag Reykjavíkur, Leirvogsá. SVFR, Leirvogsá