Bóla
Bóla er eyðibýli í Blönduhlíð í Skagafirði. Bærinn, sem var hjáleiga frá Uppsölum, hét áður Bólstaðargerði og var lengst af í eyði á 18. öld og fram til 1833, er Hjálmar Jónsson skáld byggði þar bæ og kallaði fyrst Bólugerði en síðan Bólu og það nafn hafði jörðin eftir það. Skammt frá bænum fellur Bóluá niður fjallið í sjö fossum í hrikalegu gili, Bólugili. Þar bjó tröllkonan Bóla eftir því sem þjóðsögur hermdu.
Bóla er helst þekkt fyrir búsetu Bólu-Hjálmars þar á árunum 1833-1843 en henni lauk eftir að gerð var þjófaleit hjá honum. Minnisvarði um Hjálmar var reistur í Bólu 1955. Bóla fór í eyði 1976.
Heimildir
breyta- Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
- Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi. Akrahreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2007. ISBN 978-9979-861-15-7}