Gullbringa
Gullbringa í Svarfaðardal stendur uppi undir fjallshlíðinni ofan við kirkjustaðinn á Tjörn. Jörðin var fyrst byggð um miðja 17. öld og hefur þá verið hjáleiga frá Tjörn. Byggð var stopul í Gullbringu til að byrja með en á tímabilinu 1820-1947 var þar sambelldur búskapur. Þar bjó Arngrímur Gíslason málari um hríð og um 1885 reisti hann sér vinnustofu sunnan við húsið. Arngrímsstofa nýtur húsfriðunar og er í umsjá Þjóðminjasafnsins. Þar eru myndir eftir Arngrím og fróðleikur um listamanninn. Gullbringa var sumarbústaður Kristjáns Eldjárns og er nú í eigu Þórarins Eldjárns og Unnar Ólafsdóttur.
Í grennd við Gullbringu eru fleiri hús; Gullbringulækur og Bringa.
Heimildir
breyta- Hjörtur Eldjárn Þórarinsson. „Svarfaðardalur og gönguleiðir um fjöllin“. Árbók Ferðafélags Íslands. () (1973): 9-119.
- Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.