64°28′59″N 21°29′44″V / 64.48306°N 21.49556°V / 64.48306; -21.49556 Dragháls er lítill bær í Svínadal í Borgarfirði, þar sem áður bjó Sveinbjörn Beinteinsson, skáld og allsherjargoði Ásatrúarfélagsins. Þar hjá og ofan við bæinn hefur verið reist líkneski af guðinum Þór og er þar helsti blótstaður Ásatrúarfélagsins á Íslandi.

Heimild

breyta
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.