Reykjahlíð (Mývatnssveit)
Reykjahlíð er byggðarkjarni á bökkum Mývatns í Mývatnssveit. Hverfið byggðist upp eftir stofnun Kísiliðjunnar, sem nú er horfin, en þar bjuggu 251 manns árið 2024. Á staðnum eru hótel og flugvöllur. Reykjahlíð tilheyrir Skútustaðahreppi og er skrifstofa sveitarfélagsins staðsett í þorpinu. Íþróttafélagið Mývetningur er starfrækt þar.
Reykjahlíð | |
---|---|
![]() | |
![]() | |
Hnit: 65°38′37″N 16°54′31″V / 65.64361°N 16.90861°V | |
Land | Ísland |
Landshluti | Norðurland eystra |
Kjördæmi | Norðaustur |
Sveitarfélag | Þingeyjarsveit |
Mannfjöldi (2024)[1] | |
• Samtals | 251 |
Póstnúmer | 660 |
Vefsíða | thingeyjarsveit |
Reykjahlíð er einnig bújörð sem teygir sig frá bökkum Mývatns í vestri, austur til Jökulsár á Fjöllum. Norður að Dettifossi og að fjallinu Eilífi, þar sem sveitarfélagið Norðurþing tekur við. Vestur fyrir og norður fyrir Gæsafjöll þar sem jörðin Þeistareykir tekur við. Suðurmörk jarðarinnar eru í Ódáðahrauni.
Á jörðinni finnst mikill jarðhiti og rekur Landsvirkjun gufuaflsvirkjanir í Bjarnarflagi og við Kröflu. Við Jarðbaðshóla í Bjarnarflagi eru Jarðböðin við Mývatn. Fjölsótt hverasvæði, sem kallast Hverarönd, er rétt austan við Námafjall og Námaskarð.
Myndir
breyta-
Mývatn, Hlíðarfjall og nágrenni.
-
Reykjahlíð.
-
Reykjahlíðakirkja.
-
Hótel Reynihlíð.
-
Horft til suðurs frá hótelinu. Mývatn til hægri.
-
Gamli bærinn í Reykjahlíð.
-
Kísiliðjan og Hlíðarfjall.
-
Jarðböðin við Mývatn.
-
Jarðböðin við Mývatn.
-
Jarðböðin við Mývatn. Vindbelgjarfjall í fjarska.
-
Hver í Hverarönd austan Námaskarðs.
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2024“. px.hagstofa.is.
Tenglar
breyta- Vefsetur Skútustaðahrepps Geymt 13 ágúst 2020 í Wayback Machine
- Jarðböðin við Mývatn