Reykjahlíð (Mývatnssveit)

byggðakarni á bökkum Mývatns á Íslandi

Reykjahlíð er byggðarkjarni á bökkum Mývatns í Mývatnssveit. Hverfið byggðist upp eftir stofnun Kísiliðjunnar, sem nú er horfin, en þar bjuggu 251 manns árið 2024. Á staðnum eru hótel og flugvöllur. Reykjahlíð tilheyrir Skútustaðahreppi og er skrifstofa sveitarfélagsins staðsett í þorpinu. Íþróttafélagið Mývetningur er starfrækt þar.

Reykjahlíð
Map
Reykjahlíð er staðsett á Íslandi
Reykjahlíð
Reykjahlíð
Staðsetning Reykjahlíðar
Hnit: 65°38′37″N 16°54′31″V / 65.64361°N 16.90861°V / 65.64361; -16.90861
LandÍsland
LandshlutiNorðurland eystra
KjördæmiNorðaustur
SveitarfélagÞingeyjarsveit
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals251
Póstnúmer
660
Vefsíðathingeyjarsveit.is

Reykjahlíð er einnig bújörð sem teygir sig frá bökkum Mývatns í vestri, austur til Jökulsár á Fjöllum. Norður að Dettifossi og að fjallinu Eilífi, þar sem sveitarfélagið Norðurþing tekur við. Vestur fyrir og norður fyrir Gæsafjöll þar sem jörðin Þeistareykir tekur við. Suðurmörk jarðarinnar eru í Ódáðahrauni.

Á jörðinni finnst mikill jarðhiti og rekur Landsvirkjun gufuaflsvirkjanir í Bjarnarflagi og við Kröflu. Við Jarðbaðshóla í Bjarnarflagi eru Jarðböðin við Mývatn. Fjölsótt hverasvæði, sem kallast Hverarönd, er rétt austan við Námafjall og Námaskarð.

Myndir

breyta

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2024“. px.hagstofa.is.

Tenglar

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.