Jörfi (Dalasýslu)

65°3′9″N 21°29′18″V / 65.05250°N 21.48833°V / 65.05250; -21.48833 Jörfi (eða Jörvi) er bær í Haukadal í Dalasýslu. Hann er þekktur fyrir veislur þær eða „gleðir“ sem voru haldnar þar að minnsta kosti frá 17. öld og fram á þá 18. Jörvagleði var haldin á krossmessu á hausti (14. september) og hefur verið einhvers konar töðugjöld, því heyskap var lokið og kaupafólk oft farið að huga að vistaskiptum. Þar voru dansaðir vikivakar og stundaðir ýmsir leikir. Önnur sambærileg samkoma var Staðarfellsgleði, sem haldin var á Staðarfelli í Dölum um nýár.

Þessar samkomur voru þyrnir í augum yfirvalda, enda fór miklum sögum af lauslæti og gjálfífi á þeim. Björn Jónsson sýslumaður á Staðarfelli afskipaði Staðarfellsgleði 1695. Hann bannaði reyndar Jörfagleði líka en hún virðist þó hafa haldið áfram fram yfir aldamót en þegar Jón Magnússon, bróðir Árna handritasafnara, varð sýslumaður Dalamanna 1708 bannaði hann hana og bar fyrir sig, auk lausungarinnar, Stórubólu sem þá gekk enn um landið. Gleðin var ekki endurvakin en orðið jörfagleði hefur síðan verið haft um ýmiss konar óheftar skemmtanir.

Fyrir ofan bæinn á Jörfa er fjallið Jörfahnjúkur.