Kirkjuból (Steingrímsfirði)
Kirkjuból er jörð í Steingrímsfirði. Þar er nú rekin ferðaþjónusta. Fyrrum var kirkja á Kirkjubóli, en síðustu heimildir um hana eru frá 17. öld. Þar kvæntist Jón lærði Guðmundsson konu sinni árið 1600. Þarna var einnig þingstaður Kirkjubólshrepps fyrrum, en sá hreppur var árið 2002 sameinaður Hólmavíkurhrepp. Þekktur aftökustaður á Kirkjubóli er Lákaklettur.