Auðkúla (Svínadal)

Auðkúla er bær, kirkjustaður og áður prestssetur í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu, sunnan við Svínavatn. Samkvæmt Landnámabók hét bærinn upphaflega Auðkúlustaðir og þar bjó landnámsmaðurinn Eyvindur auðkúla, sem nam Svínadal. Síðar bjuggu þar ýmsir veraldlegir höfðingjar, þar á meðal Kolbeinn Bjarnason Auðkýlingur, sem hlaut jarlstign um 1300, og seinna Einar Þorleifsson hirðstjóri.

Auðkúlukirkja.

Á árunum 1575-1650 voru feðgarnir Eiríkur Magnússon og Magnús Eiríksson prestar á Auðkúlu. Á meðal barna Magnúsar voru þeir séra Jón Magnússon skáld í Laufási og séra Jón Magnússon þumlungur á Eyri í Skutulsfirði, höfundur Píslarsögu séra Jóns Magnússonar. Seinna var Jón Jónsson (1772-1817), tengdasonur séra Odds á Miklabæ, prestur á Auðkúlu. Hann drukknaði þegar hann féll í vök á Svínavatni og var sagður ganga aftur.

Kirkjan á Auðkúlu var helguð Jóhannesi skírara í kaþólskum sið. Núverandi kirkja, sem er áttstend að lögun, var vígð árið 1894.

Á árunum 2009-2012 var Sveitabakarí rekið á Auðkúlu.

Heimildir

breyta
  • „Auðkúla. Hjá Beint frá býli, skoðað 14. janúar 2012“.
  • „Auðkúlukirkja. Á heimasíðu Húnavatnshrepps, skoðað 14. janúar 2012“.