Arnarbæli (Árnessýsla)

Arnarbæli var höfuðból í Ölfusi. Höfuðbólið stóð í bæjarhverfi sem gengur almennt undir heitinu Arnarbælishverfi. Þar er votlendi og heita Arnarbælisforir þar sem blautlendast er. Í Arnarbæli var prestsetur og kirkja til 1909, eða þar til Arnarbælis- og Reykjasóknir voru sameinaðar í eina sókn, með kirkju á Kotströnd.