Sandeyri
Sandeyri er eyðibýli á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Bærinn varð eitt helsta sögusvið Spánverjavíganna 14. október 1615. Þá réðist Ari Magnússon sýslumaður í Ögri með fimmtíu manna flokk að baskneskum hvalveiðimönnum sem voru við hvalskurð á Sandeyri og myrti þá.
Árið 1703 bjuggu 26 manns á Sandeyri en árið voru þar 19 manns á þremur bæjum. Árið 1930 bjuggu þar hjónin Tómas Sigurðsson og Elísabet Kolbeinsdóttir. Þau fluttu þaðan árið 1943 en síðasti ábúandi þar var Jóhann Kristjánsson. Sandeyri fór svo í eyði árið 1953 en steinhús sem byggt var þar 1908 stendur enn og er haldið við. Við húsið stendur neyðarskýli fyrir sjómenn sem er í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.