Ríp (áður stundum Rípur) er sveitabær og kirkjustaður suðaustan til í Hegranesi í Skagafirði.[1] Ríp er gamalt orð sem getur þýtt klettur eða melhryggur. Sem hliðstæðu má nefna bæinn Ribe á Jótlandi.

Víðlendar engjar eru á Eylendinu neðan við bæinn, austur að Héraðsvötnum, en Vötnin hafa stundum runnið þar um og 1713 lá til dæmis aðalengi jarðarinnar á eyju austan við aðalkvíslina og nýttist ekki, svo að presturinn þurfti að kaupa mestallt hey sitt.

Kirkju er fyrst getið þar árið 1318 og prestsetur var þar frá 1575 til 1907. Rípurbrauð þótti heldur rýrt og prestar þar voru oftast í tölu fátækari presta. Rímnaskáldið Hannes Bjarnason var prestur þar 1829–1838[2] og eftir lát hans tók séra Jón Reykjalín við.[3]

Kirkjunni er nú þjónað frá Hólum. Núverandi kirkja er frá 1924.[1]


Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Rípurkirkja“. web.archive.org. 5. mars 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 5. júlí 2024.
  2. „Hannes Bjarnason prestur á Ríp í Hegranesi (1777–1838) | Vísnasafn Skagfirðinga“. www.bragi.arnastofnun.is. Sótt 5. júlí 2024.
  3. „Listi yfir handrit | Handrit.is“. handrit.is. Sótt 5. júlí 2024.


Tenglar

breyta