Goddastaðir
Goddastaðir eru sveitabær í Laxárdal í Dalasýslu sem kemur við sögu í Laxdælu. Þórður goddi bjó á Goddastöðum. Hann fóstraði Ólaf páa Höskuldsson frá sjö ára aldri og bjó Ólafur þar uns hann flutti í Hjarðarholt. Bærinn er enn í byggð og er þar rekið sauðfjárbú. Jóhannes úr Kötlum fæddist einnig á Goddastöðum. Katlarnir sem hann kenndi sig við eru þarna fyrir vestan.
Til er orðtækið „Nú er stand á Goddastöðum!“, haft um það þegar mikið gengur á eða mörg óhöpp ríða yfir samtímis, og er það sagt þannig til komið að húsfreyjan á bænum hafi eitt sinn heilsað gesti með orðunum: „Það er stand á Goddastöðum núna; drepinn eldurinn, kolyst í pottinum, og Loftur dauður inni í rúmi!"