Brúnastaðir
Brúnastaðir er bær í Flóanum sem stendur efst í Hraungerðishreppi, nú Flóahreppi, þar sem Hvítá fellur með Hestfjalli. Við bæinn rennur Flóaáveitan inn um flóðgátt aðalskurðarins og rennur vatnið um víðfeðmi Flóans. Á Brúnastöðum er blandaður búskapur og stunduð vélaútgerð.
Brúnastaðir | |
---|---|
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Flóahreppur |
Hnit | 64°09′19″N 21°45′41″V / 64.155149°N 21.761286°V |
breyta upplýsingum |
Brúnastaðir hafa alið af sér tvo alþingismenn, Ágúst Þorvaldsson og son hans Guðna Ágústsson, sem báðir voru þingmenn Framsóknarflokksins.