Innri-Hólmur er stórbýli, kirkjustaður og fornt höfuðból, skammt frá gangamunna Hvalfjarðarganga. Þar bjó fyrstur Þormóður Bresason er nam Akranes ásamt bróður sínum. Þeir bræður voru kristnir og talið að þeir hafi haft með sér presta eða munka til Íslands. Segir í Landnámu um Innra-Hólma að þar hafi verið reist kirkja nokkuð löngu fyrir kristnitöku. Um aldur kirkju á Innra-Hólmi er annars vitað að þar er sóknarkirkja þegar tíundarlög eru sett árið 1096. Þá er hennar einnig getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 og þess getið að hún sé helguð Jóhannesi postula. Sú kirkja sem þar stendur enn var reist 1891 að undangengnum deilum eftir að eldri kirkja var þar aflögð og sóknin lögð til Garða. Olli það miklum deilum og reistu íbúar í Innri-Hólmssókn nýja kirkju sem upphaflega var úr timbri, en hefur nú verið múrhúðuð. Í kirkjunni er að finna altaristöflu eftir Jóhannes Kjarval listmálara.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.