Mýrar (Dýrafirði)

Mýrar í Dýrafirði er bær og kirkjustaður í Dýrafirði. Þar er eitt stærsta æðarvarp landsins. Kirkja hefur verið á Mýrum að minnsta kosti frá því á 12. öld og var hún helguð Jóhannesi skírara í kaþólskum sið. Núverandi kirkja var reist árið 1897.

Mýrar í Dýrafirði.

Mýra er getið nokkrum sinnum í Sturlungu og meðal annars fór Þórdís Snorradóttir þangað þegar Órækja bróðir hennar hrakti hana frá Vatnsfirði og settist þar að. Neðan við túnið er Gvendarbrunnur sem minnst er á í Guðmundar sögu Arasonar.

Kaupfélag Dýrfirðinga var stofnað á Mýrum 8. júní 1919.

Heimildir breyta

  • „Mýrakirkja í Dýrafirði. Vestfjarðavefurinn, skoðað 13. janúar 2012“.
   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.