Listi yfir landsnúmer

forskeyti símanúmera fyrir lönd og svæði

Listi yfir landsnúmer sýnir forskeyti símanúmera fyrir lönd og svæði sem eru aðilar að Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU). Staðlaráð sambandsins, ITU-T, skilgreinir landsnúmerin í stöðlunum E.123 og E.164. Með landsnúmerunum er hægt að hringja millilandasímtöl.

Heimskort þar sem löndin eru lituð eftir fyrsta tölustafnum í landsnúmerinu.

Landsnúmerin eru hluti af alþjóðlegu númeraskipulagi og eru aðeins nauðsynleg þegar hringt er milli landa. Þá er landsnúmerið sett framan við símanúmerið sem er samkvæmt landsbundnu númeraskipulagi hvers lands fyrir sig. Samkvæmt hefð er settur plús (+) fyrir framan landsnúmerið til að tákna að á undan því á að setja inn númer fyrir millilandasímtal sem getur verið ólíkt milli landa. Lönd sem eru í númerakerfi Norður-Ameríku nota til dæmis 011, en flest lönd í Afríku, Asíu og Evrópu nota 00. Í GSM-kerfinu kemur númer fyrir millilandasímtal stundum sjálfkrafa þegar notandi slær inn plús.

Númerasvæði

breyta

Svæði 1: Norðurameríska númerasvæðið

breyta

Svæði 2: Aðallega Afríka

breyta

(en líka Arúba, Færeyjar, Grænland og Bresku Indlandshafssvæðin).

Svæði 3-4: Evrópa

breyta

Upphaflega fengu fjölmennari Evrópulönd, eins og Spánn, Bretland og Frakkland, tveggja stafa landsnúmer, af því þau voru með lengri símanúmer innanlands; en minni lönd, eins og Ísland, fengu þriggja stafa landsnúmer. Frá 9. áratug 20. aldar hafa öll ný landsnúmer verið þriggja stafa, óháð stærð landsins.

Svæði 5: Ameríka utan við norðurameríska númerasvæðið

breyta

Svæði 7: Rússland og nágrannaríki

breyta

Svæði 8: Austur-Asía og sérþjónusta

breyta
  • +800 - Alþjóðlegt frínúmer (UIFN)
  • +801 - Óúthlutað
  • +802 - Óúthlutað
  • +803 - Óúthlutað
  • +804 - Óúthlutað
  • +805 - Óúthlutað
  • +806 - Óúthlutað
  • +807 - Óúthlutað
  • +808 - Frátekið fyrir kostnaðarskipt símtöl
  • +809 - Óúthlutað
  • +81 -   Japan
  • +82 -   Suður-Kórea
  • +83x - Óúthlutað (frátekið fyrir fjölgun landsnúmera)
  • +84 -   Víetnam
  • +850 -   Norður-Kórea
  • +851 - Óúthlutað
  • +852 -   Hong Kong
  • +853 -   Makaó
  • +854 - Óúthlutað
  • +855 -   Kambódía
  • +856 -   Laos
  • +857 - Óúthlutað (áður ANAC-gervihnattaþjónusta)
  • +858 - Óúthlutað (áður ANAC-gervihnattaþjónusta)
  • +859 - Óúthlutað
  • +86 -   Kína
  • +870 - SNAC-þjónusta Inmarsat
  • +871 - Óúthlutað (áður notað af Inmarsat í Austur-Atlantshafi, lagt niður 2008)
  • +872 - Óúthlutað (áður notað af Inmarsat í Kyrrahafi, lagt niður 2008)
  • +873 - Óúthlutað (áður notað af Inmarsat í Indlandshafi, lagt niður 2008)
  • +874 - Óúthlutað (áður notað af Inmarsat í Vestur-Atlantshafi, lagt niður 2008)
  • +875 - Frátekið fyrir þráðlaus fjarskipti á sjó
  • +876 - Frátekið fyrir þráðlaus fjarskipti á sjó
  • +877 - Frátekið fyrir þráðlaus fjarskipti á sjó
  • +878 - Alþjóðleg samskipti á vegum einstaklinga
  • +879 - Frátekið fyrir óhagnaðardrifna símaþjónustu á vegum ríkja
  • +880 -   Bangladess
  • +881 - GMSS-gervihnattasímkerfi
  • +882 - Alþjóðleg símkerfi
  • +883 - Alþjóðleg símkerfi
  • +884 - Óúthlutað
  • +885 - Óúthlutað
  • +886 -   Taívan
  • +887 - Óúthlutað
  • +888 - Neyðarþjónusta Samhæfingarskrifstofu Sþ í mannúðarmálum
  • +889 - Óúthlutað
  • +89x - Óúthlutað (frátekið fyrir fjölgun landsnúmera)

Svæði 9: Aðallega Mið-Austurlönd og hluti Suður-Asíu

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „List of country calling codes“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. desember 2021.

Tenglar

breyta