Liechtenstein

Furstadæmið Liechtenstein (þýska: Fürstentum Liechtenstein) er fjalllent smáríki í mið-Evrópu, á milli Sviss og Austurríkis. Landið er aðeins 160 ferkílómetrar að stærð. Höfuðborg Liechtenstein heitir Vaduz og opinbert tungumál er þýska.

Furstadæmið Liechtenstein
Fürstentum Liechtenstein (þýska)
Fáni Liechtenstein Skjaldarmerki Liechtenstein
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Für Gott, Fürst und Vaterland
Fyrir guð, fursta og föðurland
Þjóðsöngur:
Oben am jungen Rhein
(Hátt yfir ungu Rín)
Staðsetning Liechtenstein
Höfuðborg Vaduz
Opinbert tungumál Þýska
Stjórnarfar Stjórnarskrárbundin konungsstjórn

Fursti Hans-Adam 2.
Forsætisráðherra Daniel Risch
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
215. sæti
160 km²
2,7
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
211. sæti
38.869
232/km²
VLF (KMJ) áætl. 2006
 - Samtals $2.850 mill. millj. dala
 - Á mann $83.700 dalir
Gjaldmiðill Svissneskur franki (CHF)
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .li
Landsnúmer +423
Staðsetning og kort.

SagaBreyta

Liechtenstein var stofnað 1342 sem greifadæmi. Það fékk nafn sitt árið 1719. Á 18. og 19. öld var landið sjálfstætt konungsríki í hinu heilaga, rómverska keisaradæmi og tengt Habsborgurum í Austurríki efnahagslega. Árið 1984 voru samþykkt lög sem veittu konum kosningarétt.

Liechtenstein gerði varnarbandalag við Austurríki 1852-1918. Síðar tengdist Liechtenstein Sviss með viðskiptasambandi. Svissneskur franki er gjaldmiðill landsins og tollur og póstþjónusta eru sameiginleg þó Liechtenstein gefi út eigin frímerki. Liechtenstein gekk í EFTA árið 1991. Liechtenstein er eitt tækni- og iðnvæddasta ríki heims og meðaltekjur með þeim allra hæstu í heimi.

NáttúraBreyta

Upp í hæðum Alpanna eru beitilönd og á Rínarsléttunni er stundaður landbúnaður.

LýðfræðiBreyta

Lífslíkur í Liechtenstein eru um 75 ár á meðal karla og 82 ár meðal kvenna. Innfæddir íbúar Liechtenstein eru afkomendur Germana (Alemanna), sem settust þarna að 500 e.kr. Um 87% íbúanna eru rómversk-kaþólskrar trúar.

StjórnsýslaBreyta

Liechtenstein er þingbundið furstadæmi. Núverandi fursti er Hans-Adam II sem ríkt hefur síðan 1989. Á þingi landsins starfa 25 þingmenn sem eru kosnir á fjögurra ára fresti. Furstinn tilnefnir forsætisráðherrann að tillögu þingsins.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.