Bútan er lítið landlukt land í austurenda Himalajafjalla á milli Indlands og Kínverska alþýðulýðveldisins. Í vestri skilur indverska héraðið Sikkim landið frá Nepal og í suðri skilja indversku héruðin Assam og Vestur-Bengal það frá Bangladess.

འབྲུག་ཡུལ
Druk Yul
Fáni Bútan Skjaldarmerki Bútan
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Druk tsendhen
Staðsetning Bútan
Höfuðborg Timfú
Opinbert tungumál dsongka
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Jigme Khesar Namgyel Wangchuck
Forsætisráðherra Lotay Tshering
Sjálfstæði
 - Stofnað 1616 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
135. sæti
38.394 km²
1,1
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
165. sæti
741.700
19,3/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 7,701 millj. dala (154. sæti)
 - Á mann 9.426 dalir (115. sæti)
VÞL (2017) Increase2.svg 0.621 (134. sæti)
Gjaldmiðill núltrum
Tímabelti UTC+6
Þjóðarlén .bt
Landsnúmer +975
„Bútan“ getur einnig átt við efnasambandið bútan (C4H10).

Bútan skiptist áður milli lítilla furstadæma þar til Shabdrung Ngawang Namgyal, flóttamaður frá Tíbet, sameinaði það undir eina stjórn á 17. öld. Konungur Bútan er embætti sem var búið til árið 1907. Löggjafarþing var stofnað árið 1953. Árið 1971 gerðist Bútan aðili að Sameinuðu þjóðunum. Sjónvarpið (og síðar Internetið) var bannað í Bútan til ársins 1999. Árið 2008 var stjórnarfari í Bútan breytt úr einveldi í þingbundna konungsstjórn. Þá voru haldnar fyrstu þingkosningar í landinu og þing Bútan kom saman í fyrsta sinn.

Bútan gerði árið 1910 samning við Bretland um að það færi með utanríkis- og varnarmál landsins. Bútan fékk því svipaða stöðu og sjálfstæðu indversku furstadæmin. Tveimur árum eftir að Indland fékk sjálfstæði gerði Bútan svipaðan samning við Indland. Landið hefur því sterk efnahagsleg og hernaðarleg tengsl við Indland .

TengillBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.