Turks- og Caicoseyjar

Turks- og Caicoseyjar eru tveir eyjaklasar með samtals um þrjátíu eyjar suðaustan við Bahamaeyjar. Eyjaklasarnir eru hinar stærri Caicoseyjar og hinar minni Turkseyjar sem allar eru hluti af Lucayaneyjum sem einnig ná yfir Bahamaeyjar. Eyjarnar eru breskt yfirráðasvæði handan hafsins. Turks- og Caicoseyjar eru aðallega þekktar sem ferðamannastaður og fyrir aflandsbankaþjónustu. Meirihluti íbúanna, sem taldir eru vera rúm 40.000, búa á eyjunni Providenciales í Caicoseyjaklasanum.

Turks and Caicos Islands
Fáni Turks- og Caicoseyja Skjaldarmerki Turks- og Caicoseyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Each Endeavouring, All Achieving
Þjóðsöngur:
God Save the Queen
Staðsetning Turks- og Caicoseyja
Höfuðborg Cockburn Town
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Drottning Elísabet 2.
Landstjóri Nigel Dakin
Stjórnarleiðtogi Sharlene Cartwright-Robinson
Bresk
hjálenda
 - Sjálfstæð krúnunýlenda 31. maí 1962 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)

616,3 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
215. sæti
42.953
70/km²
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur
Tímabelti UTC-5
Þjóðarlén .tc
Landsnúmer 1-649

Turks- og Caicoseyjar eru suðaustan við eyjuna Mayaguana í Bahamaeyjaklasanum, norðaustan við Kúbu og norðan við Hispaníólu (Haítí og Dóminíska lýðveldið). Frá 1766 hefur höfuðstaður eyjanna verið Cockburn Town á Grand Turk-eyju, um 1.042 km aust-suðaustan við Miami í Bandaríkjunum. Eyjarnar eru samtals um 616 ferkílómetrar að stærð.

Turks- og Caicoseyjar voru byggðar indíánum frá fornu fari. Evrópumenn sáu eyjarnar fyrst 1512. Næstu aldir gerðu ýmis Evrópuveldi tilkall til eyjanna. Á endanum féllu þær í hlut Breska heimsveldisins. Lengst af heyrðu eyjarnar undir aðrar breskar nýlendur, eins og Bermúda, Bahamaeyjar og Jamaíku. Eyjarnar urðu sérstök nýlenda undir landstjóra Jamaíku árið 1959 og þegar Jamaíka fékk sjálfstæði 1962 urðu þær sjálfstæð krúnunýlenda, en heyrðu undir landstjórann á Bahamaeyjum. Þegar þær fengu svo sjálfstæði 1973 fengu Turks- og Caicoseyjar fyrst eigin landstjóra.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.