Arúba
Arúba er eyja í Karíbahafi, aðeins 25 km norðan við Paraguaná-skaga í Venesúela. Stjórnsýslulega er eyjan sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Konungsríkið Holland og var skipt út úr Hollensku Antillaeyjum árið 1986. Ólíkt því sem gerist á öðrum eyjum í Karíbahafi er loftslag á eyjunni þurrt, sem hefur gert hana að vinsælum ferðamannastað. Ferðaþjónusta stendur undir þremur fjórðu hlutum landsframleiðslu Arúba en aðrar mikilvægar undirstöður undir efnahagslífi eyjarinnar eru gull- og fosfatnámur og olíuhreinsun.
Aruba | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Aruba Dushi Tera | |
Höfuðborg | Oranjestad |
Opinbert tungumál | Hollenska og papiamento |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Konungur | Vilhjálmur Alexander |
Landstjóri | Alfonso Boekhoudt |
Forsætisráðherra | Evelyn Wever-Croes |
Sjálfstjórnarsvæði | |
• frá Hollensku Antillaeyjum | 1. janúar 1986 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
180 km² ~0 |
Mannfjöldi • Samtals (2019) • Þéttleiki byggðar |
193. sæti 116.576 624/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2019 |
• Samtals | 4,4 millj. dala |
• Á mann | 37.576 dalir |
Gjaldmiðill | Arúbaflórína (AWG) |
Tímabelti | UTC-4 |
Þjóðarlén | .aw |
Landsnúmer | +297 |
Eyjan er 33 km að lengd, að mestu flöt og laus við ár og vötn. Hvítar sandstrendur er að finna á suður- og vesturströnd eyjarinnar þar sem skjól er fyrir hafstraumum. Austan megin við Arúba eru eyjarnar Bonaire og Curaçao sem mynda suðvesturhluta Hollensku Antillaeyja.
Upphaflegir íbúar Arúba voru caquetio-mælandi Aravakindíánar. Spánverjar lögðu eyjuna undir sig um 1500 en Hollendingar unnu hana af þeim árið 1636. Árið 1928 var olíuhreinsistöð opnuð á eyjunni sem jók velmegun og ýtti undir kröfur um sjálfstæði. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1977 reyndust yfir 80% íbúa vera fylgjandi sjálfstæði og í kjölfarið hófust samningaviðræður við Holland. Árið 1990 var sjálfstæðisferlinu frestað um óákveðinn tíma.
Heiti
breytaÞað eru til nokkrar kenningar um uppruna heitis Arúba:[1][2]
Landfræði
breytaArúba er frekar flatlend, þurrlend eyja. Hún er hluti Hléborðseyja sem eru syðri hluti Litlu Antillaeyja í Karíbahafi. Eyjan er 77 km vestan við Curaçao og 29 km norður af Paraguaná-skaga í Venesúela.[4] Á Arúba er að finna hvítar sandstrendur á vestur- og suðurströnd eyjunnar, í skjóli frá sterkum hafstraumum.[4][5] Þar býr líka meirihluti íbúa og þar hefur ferðaþjónustan helst þróast.[5][1] Við norður- og austurströndina er meira brim og þar er landið að mestu ósnert.
Innar á eyjunni eru hæðir, eins og Hooiberg (165 metrar) og Jamanota-fjall, hæsti tindur eyjarinnar, 188 metrar yfir sjávarmáli.[4][1] Höfuðborgin, Oranjestad, er á 12°31′01″N 70°02′04″V / 12.51694°N 70.03444°V.
Steinboginn Natural Bridge var stór kalksteinsmyndun á norðurströnd eyjarinnar. Hann var vinsæll ferðamannastaður þar til hann hrundi árið 2005.
Stjórnmál
breytaHéruð
breytaArúba skiptist í átta héruð sem eru ekki stjórnsýslueiningar heldur aðeins til að auðvelda söfnun tölfræðiupplýsinga.
Heiti | Flatarmál (km²) | Íbúar Manntal 1991 |
Íbúar Manntal 2000 |
Íbúar Manntal 2010 |
---|---|---|---|---|
Noord / Tanki Leendert | 34,62 | 10.056 | 16.944 | 21.495 |
Oranjestad West | 9,29 | 8.779 | 12.131 | 13.976 |
Oranjestad Oost | 12,88 | 11.266 | 14.224 | 14.318 |
Paradera | 20,49 | 6.189 | 9.037 | 12.024 |
San Nicolas Noord | 23,19 | 8.206 | 10.118 | 10.433 |
San Nicolas Zuid | 9,64 | 5.304 | 5.730 | 4.850 |
Santa Cruz | 41,04 | 9.587 | 12.326 | 12.870 |
Savaneta | 27,76 | 7.273 | 9.996 | 11.518 |
Arúba alls | 178,91 | 66.687 | 90.506 | 101.484 |
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „CIA World Factbook - Aruba“. Sótt 28. júlí 2019.
- ↑ „Historia di Aruba“. Afrit af uppruna á 9. apríl 2013. Sótt 28. júlí 2019.
- ↑ Brushaber, Susan; Greenberg, Arnold (2001). Aruba, Bonaire & Curacao Alive!. Hunter Publishing, Inc. bls. 38. ISBN 978-1-58843-259-9.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Aruba. Afrit af uppruna á 15. maí 2015. Sótt 28. júlí 2019.
- ↑ 5,0 5,1 Canoe inc. (22. júní 2011). „Aruba: the happy island“. Slam.canoe.ca. Afrit af uppruna á 13. apríl 2014. Sótt 15. júlí 2014.