Andorra (katalónska: Principat d'Andorra) er landlukt furstadæmi í austurhluta Pýreneafjalla, milli Frakklands og Spánar. Höfuðborgin heitir Andorra la Vella og sú höfuðborg Evrópu sem stendur hæst, í 1.023 metra hæð. Landið er aðeins 468 ferkílómetrar að flatarmáli og er því sjötta minnsta land Evrópu.

Principat d'Andorra
Fáni Andorra Skjaldarmerki Andorra
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Virtus Unita Fortior (latína)
Sameinuð dygð er sterkari)
Þjóðsöngur:
El Gran Carlemany
Staðsetning Andorra
Höfuðborg Andorra la Vella
Opinbert tungumál Katalónska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Samfurstar Emmanuel Macron
Joan Enric Vives i Sicilia
Forsætisráðherra Xavier Espot Zamora
Sjálfstæði
 - frá Aragón 8. september 1278 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
178. sæti
468 km²
0,26
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
203. sæti
77.543
180/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 3,237 millj. dala
 - Á mann 42.035 dalir
VÞL (2019) Increase2.svg 0.868 (36. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC+1 (+2 á sumrin)
Þjóðarlén .ad
Landsnúmer 376

SöguágripBreyta

Furstadæmið var stofnað árið 1278 til að sætta átök milli biskupsins af Urgell (sýsla í Katalóníu) og greifans af Foix (sýsla í suður-Frakklandi). Áður hafði það verið undir stjórn konungsríkisins Aragóníu. Hinrik 4. Frakkakonungur réð yfir svæðinu í byrjun 17. aldar og gerði konung Frakka og biskupinn af Urgell að þjóðhöfðingjum Andorra (sem gildir enn í dag en þjóðhöfðingi Frakklands er nú Frakklandsforseti. ). Andorra hlaut sjálfstæði frá Frökkum árið 1814 eftir Napóleonsstyrjaldirnar. Árið 1982 var stofnað þing í landinu og embætti forsætisráðherra.

SamfélagBreyta

Meðal íbúa Andorra mæla flestir katalónsku (39%) og næstflestir spænsku (35%). Þvínæst koma portúgalska (15%) og franska (5%). Aðeins þriðjungur landsmanna eru andorrískir að uppruna. Í grunnskólakerfinu er kennt á 3 tungumálum; katalónsku, spænsku og frönsku eftir því hvert móðurmál nemandans er.

Andorra er vinsæll ferðamannastaður sem fær yfir 10 milljónir ferðamanna árlega. Þar eru vinsæl skíðasvæði. Landið er auk þess skattaskjól. Það er ekki í Evrópusambandinu en evra er engu að síður notuð sem de facto gjaldmiðill. Lífslíkur í Andorra voru þær mestu í heimi árið 2013, 81 ár.

LandafræðiBreyta

 
Skíðasvæði í Andorra.

Andorra skiptist í sjö kirkjusóknir:

 
Kort.

Landið er mjög fjalllent. Meðalhæð yfir sjávarmáli er 1.996 metrar og hæsta fjallið er Coma Pedrosa sem nær 2.942 metra hæð. Milli fjallanna eru mjóir dalir sem mætast við lægsta punkt landsins, þar sem áin Gran Valira rennur til Spánar. Í landinu er ýmist alpaloftslag eða meginlandsloftslag.

Helstu borgir og bæirBreyta

Eftir mannfjölda:

  1. Andorra la Vella
  2. Escaldes-Engordany
  3. Encamp
  4. Sant Julià de Lòria
  5. La Massana
  6. Santa Coloma
  7. Ordino
  8. El Pas de la Casa
  9. Canillo
  10. Arinsal

Hvorki flugvellir né lestarsamgöngur eru í landinu og fara íbúar helst til Toulouse og Barcelona í flug. Þó eru þyrlupallar. Vegakerfið er 279 kílómetrar að lengd.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.