San Marínó

San Marínó (ítalska: Repubblica di San Marino) er örríki í Evrópu, landlukt innan Ítalíu. Ríkið er í Appennínafjöllunum, á mörkum héraðanna Emilía-Rómanja og Marke og umlykur eitt fjall, sem heitir Monte Titano. Öll byggðin er í hlíðum og á toppi þessa fjalls. Ríkið stofnaði járnsmiðurinn heilagur Marínus árið 301 og það er því eitt af elstu lýðveldum heims í dag. Íbúar eru um 32 þúsund og landið er í efnahagslegu tilliti algerlega háð Ítalíu.

Repubblica di San Marino
Fáni San Marínó Skjaldarmerki San Marínó
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Libertas (latína: Frelsi)
Þjóðsöngur:
Inno Nazionale
Staðsetning San Marínó
Höfuðborg San Marínó
Opinbert tungumál ítalska
Stjórnarfar Lýðveldi

Höfuðsmenn Gian Franco Terenzi
Guerrino Zanotti
Sjálfstæði
 - Stofnun 3. september 301 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
227. sæti
61,57 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
219. sæti
32.789
541,3/km²
VLF (KMJ) áætl. 2008
 - Samtals 1,17 millj. dala (177. sæti)
 - Á mann 35.928 dalir (24. sæti)
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .sm
Landsnúmer 378 (0549 frá Ítalíu)

Höfuðborg landsins er San Marínó en fjölmennasti bærinn er Dogana með um sjö þúsund íbúa. San Marínó er fámennasta ríkið innan Evrópuráðsins sem það gerðist aðili að árið 1988. Landið gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1992. Það er ekki í Evrópusambandinu og er ekki hluti af evrusvæðinu þótt það noti evru sem gjaldmiðil. Helstu atvinnuvegir eru bankaþjónusta, rafeindatækni, keramikframleiðsla og ferðaþjónusta. San Marínó er eitt af auðugustu löndum heims með lítið atvinnuleysi og engar ríkisskuldir.

StjórnsýsluskiptingBreyta

San Marínó skiptist milli níu sveitarfélaga sem eru kölluð castelli („kastalar“). Hvert sveitarfélag hefur sinn höfuðstað og minni byggðir sem eru kallaðar frazioni („brot“).

Stærsti bærinn er Dogana sem er hluti af sveitarfélaginu Serravalle.

SóknirBreyta

Í lýðveldinu eru 43 kirkjusóknir (curazie):
Cà Berlone, Cà Chiavello, Cà Giannino, Cà Melone, Cà Ragni, Cà Rigo, Cailungo, Caladino, Calligaria, Canepa, Capanne, Casole, Castellaro, Cerbaiola, Cinque Vie, Confine, Corianino, Crociale, Dogana, Falciano, Fiorina, Galavotto, Gualdicciolo, La Serra, Lesignano, Molarini, Montalbo, Monte Pulito, Murata, Pianacci, Piandivello, Poggio Casalino, Poggio Chiesanuova, Ponte Mellini, Rovereta, San Giovanni sotto le Penne, Santa Mustiola, Spaccio Giannoni, Teglio, Torraccia, Valdragone, Valgiurata og Ventoso.

TenglarBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.