San Marínó

San Marínó (ítalska: Repubblica di San Marino) er örríki í Evrópu, landlukt innan Ítalíu. Ríkið er í Appennínafjöllunum, á mörkum héraðanna Emilía-Rómanja og Marke og umlykur eitt fjall, sem heitir Monte Titano. Öll byggðin er í hlíðum og á toppi þessa fjalls. Ríkið stofnaði járnsmiðurinn heilagur Marínus árið 301 og það er því eitt af elstu lýðveldum heims í dag. Íbúar eru um 32 þúsund og landið er í efnahagslegu tilliti algerlega háð Ítalíu.

Repubblica di San Marino
Fáni San Marínó Skjaldarmerki San Marínó
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Libertas (latína: Frelsi)
Þjóðsöngur:
Inno Nazionale
Staðsetning San Marínó
Höfuðborg San Marínó
Opinbert tungumál ítalska
Stjórnarfar Lýðveldi

Höfuðsmenn Francesco Mussoni
Giacomo Simoncini
Utanríkisráðherra Luca Beccari
Sjálfstæði
 - Stofnun 3. september 301 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
227. sæti
61,57 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
219. sæti
33.607
541,3/km²
VLF (KMJ) áætl. 2008
 - Samtals 1,17 millj. dala (177. sæti)
 - Á mann 35.928 dalir (24. sæti)
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .sm
Landsnúmer +378 (0549 frá Ítalíu)

Höfuðborg landsins er San Marínó en fjölmennasti bærinn er Dogana með um sjö þúsund íbúa. San Marínó er fámennasta ríkið innan Evrópuráðsins sem það gerðist aðili að árið 1988. Landið gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1992. Það er ekki í Evrópusambandinu og er ekki hluti af evrusvæðinu þótt það noti evru sem gjaldmiðil. Helstu atvinnuvegir eru bankaþjónusta, rafeindatækni, keramikframleiðsla og ferðaþjónusta. San Marínó er eitt af auðugustu löndum heims með lítið atvinnuleysi og engar ríkisskuldir.

StjórnsýsluskiptingBreyta

San Marínó skiptist milli níu sveitarfélaga sem eru kölluð castelli („kastalar“). Hvert sveitarfélag hefur sinn höfuðstað og minni byggðir sem eru kallaðar frazioni („brot“).

Stærsti bærinn er Dogana sem er hluti af sveitarfélaginu Serravalle.

SóknirBreyta

Í lýðveldinu eru 43 kirkjusóknir (curazie):
Cà Berlone, Cà Chiavello, Cà Giannino, Cà Melone, Cà Ragni, Cà Rigo, Cailungo, Caladino, Calligaria, Canepa, Capanne, Casole, Castellaro, Cerbaiola, Cinque Vie, Confine, Corianino, Crociale, Dogana, Falciano, Fiorina, Galavotto, Gualdicciolo, La Serra, Lesignano, Molarini, Montalbo, Monte Pulito, Murata, Pianacci, Piandivello, Poggio Casalino, Poggio Chiesanuova, Ponte Mellini, Rovereta, San Giovanni sotto le Penne, Santa Mustiola, Spaccio Giannoni, Teglio, Torraccia, Valdragone, Valgiurata og Ventoso.

ÍþróttirBreyta

Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin í San Marínó. Fimmtán félög taka þátt í deildarkeppni landsins og fá sigurvegararnir þátttökurétt í keppnum UEFA. Jafnframt var til ársins 2019 starfrækt í landinu félagið San Marino Calcio sem keppti í neðri deildunum á Ítalíu. Árið 1988 fékk San Marínó aðild að UEFA og FIFA og lék sinn fyrsta opinbera landsleik tveimur árum seinna. Landsliðið vann sinn fyrsta og eina sigur í vináttuleik gegn Liechtenstein árið 2004. Þrívegis hefur liðið náð jafntefli í leikjum í forkeppni EM eða HM, þar á meðal gegn Tyrkjum árið 1993.

Nafn San Marínó er órofa tengt sögu Formúlu 1 keppninnar, en San Marínó-kappaksturinn var hluti af keppninni frá 1981 til 2006. Sjálf keppnisbrautin var þó utan landamæra San Marínó.

San Marino Baseball Club er eitt öflugasta hafnaboltalið Ítalíu og hefur unnið ítalska meistaratitilinn nokkrum sinnum og orðið Evrópumeistari í greininni.

San Marínó tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum árið 1960 í Rómarborg og vetrarleikunum 1976 í Insbruck. Besti árangur íþróttamanns frá San Marínó á Ólympíuleikum er fjórða sæti sem Alessandra Perilli náði í riffilskotfimi í Lundúnum 2012.

HeimildirBreyta

  • Thor Vilhjálmsson, Hvað er San Marino? Ferðaþættir og fleira, Reykjavík : Ísafoldarprentsmiðja, 1973

TenglarBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.