Angvilla er nyrst Hléborðseyja í Litlu-Antillaeyjaklasanum í Karíbahafi. Eyjan er austan við Púertó Ríkó og Jómfrúaeyjar og norðan við Saint Martin. Angvilla er um 26 km löng og 5 km breið eyja, en undir hana heyra fjöldi óbyggðra smáeyja og sandrifja. Eyjan var áður hluti af bresku nýlendunni Sankti Kristófer-Nevis-Angvilla, en 1980 dró hún sig út úr því og hefur síðan verið sérstakt breskt yfirráðasvæði. Bretar námu þar land fyrstir Evrópumanna árið 1650. Nú búa þar tæplega 15.000 manns.

Anguilla
Fáni Angvilla Skjaldarmerki Angvilla
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
God Bless Anguilla
Staðsetning Angvilla
Höfuðborg The Valley
Opinbert tungumál Enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Drottning Elísabet 2.
Landstjóri Dileeni Daniel-Selvaratnam
Forsætisráðherra Ellis Webster
Breskt handanhafsumdæmi
 - Ensk yfirráð 1667 
 - Sankti Kristófer-Nevis-Angvilla 1871 
 - Lýðveldið Angvilla 12. júlí 1967 
 - Bresk yfirráð 18. mars 1969 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)

91 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2018)
 - Þéttleiki byggðar

14.731
132/km²
VLF (KMJ) áætl. 2014
 - Samtals 0,311 millj. dala
 - Á mann 29.493 dalir
Gjaldmiðill Austurkarabískur dalur
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .ai
Landsnúmer 1-264

HeitiBreyta

Nafn Angvilla er dregið af orðinu fyrir ál (fiskinn) í rómönskum málum (latína: anguilla) að talið er vegna þess að lögun eyjunnar svipar til áls. Flestum heimildum ber saman um að Kristófer Kólumbus hafi gefið eyjunni nafn sitt. Eyjan hefur líka verið kölluð „Snákur“ eða „Snáksey“.

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.