Líbería

Líbería er lítið ríki á vesturströnd Afríku með landamæri að Síerra Leóne, Gíneu og Fílabeinsströndinni. Íbúar eru um 4,7 milljónir (Desember 2017). Enska er opinbert tungumál en um þrjátíu frumbyggjamál eru líka töluð í landinu. Við ströndina eru fenjaskógar og skógar liggja innar í landinu, en innst er hálendi með þurri gresju. Hitabeltisloftslag er ríkjandi með regntímabil frá maí til október en annars þurra, vestlæga staðvinda (harmattan) á þurrkatímabilinu.

Republic of Liberia
Fáni Líberíu Skjaldarmerki Líberíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
The love of liberty brought us here
(enska: Frelsisástin færði okkur hingað)
Þjóðsöngur:
All Hail, Liberia, Hail!
Staðsetning Líberíu
Höfuðborg Monróvía
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti George Weah
Sjálfstæði
 - Stofnun 1822 
 - Sjálfstæði 26. júlí, 1847 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
103. sæti
97.079 km²
13,5
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
127. sæti
4.789.644 (2017)
42/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 2,675 millj. dala (163. sæti)
 - Á mann 672 dalir (184. sæti)
Gjaldmiðill Líberíudalur
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .lr
Landsnúmer 231

Líbería var stofnuð af afkomendum afrískra þræla frá Bandaríkjunum frá 1820 með aðstoð American Colonization Society. Margir þrælar sem bresk og bandarísk skip náðu frá þrælaskipum á 19. öld voru sendir þangað en ekki skilað aftur heim. Árið 1847 lýsti þessi nýlenda yfir sjálfstæði sem Líbería. Höfuðborg hins nýja ríkis var nefnd Monróvía í höfuðið á forseta Bandaríkjanna, James Monroe, sem studdi nýlendustofnunina. Íbúar af bandarískum uppruna mynduðu síðan ríkjandi minnihluta í landinu og hélt áfram miklum tengslum við Bandaríkin. Árið 1980 var stjórn minnihlutans steypt af stóli með hervaldi. Í kjölfarið fylgdu tvær borgarstyrjaldir (1989-1996 og 1999-2003) sem hröktu stóran hluta íbúanna á vergang og lögðu efnahag landsins í rúst. Friðarsamkomulag var undirritað árið 2003 og kosningar voru haldnar árið 2005.

Ungbarnadauði er algengur í Líberíu og árið 2006 var hann hvergi í heiminum algengari en um 66 dauðsföll voru þá á hver þúsund börn. Komu Fílabeinsströndin og Síerra Leóne næst.[1] Um 85% þjóðarinnar eru undir alþjóðlegum fátæktarmörkum.

Kort af Líberíu

SagaBreyta

Ríkið Líbería á rætur sínar að rekja til þeldökkra Bandaríkjamanna sem stofnuðu nýlendu þar árið 1822 á vegum American Colonization Society í anda nokkurs konar endurheimtar fyrirheitna landsins. Tengslin við Bandaríkin hafa því verið sterk.

Ellen Johnson Sirleaf var forseti í Líberíu frá 2005 til 2018, og fyrsti kvenforseti í Afríku.

HeimildirBreyta

   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.