Martinique
Martinique (eða Martíník) er eyja í austanverðu í Karíbahafi. Eyjan er hluti af Litlu-Antillaeyjum, í Vestur Indíum, norðan við Sankti Lúsíu og sunnan við Dóminíku. Eyjan er eitt af handahafshéruðum Frakklands.
Martinique | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: ekkert | |
Þjóðsöngur: 'La Marseillaise' | |
![]() | |
Höfuðborg | Fort-de-France |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti Héraðsforseti |
Emmanuel Macron Alfred Marie-Jeanne |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
*. sæti 1.128 km² 4.2 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
*. sæti 386.486 340/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 10,7 millj. dala (*. sæti) |
- Á mann | 27.688 dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | evra |
Tímabelti | UTC-4 |
Þjóðarlén | .mq |
Landsnúmer | 596 |
Eyjan varð frönsk nýlenda árið 1635. Frakkar ráku frumbyggja eyjarinnar burt árið 1660 og fluttu inn þræla frá Afríku til að vinna þar á plantekrum. Joséphine de Beauharnais, kona Napóleons fæddist á Martinique árið 1763. Hún var dóttir franskra plantekrueigenda. Upphaflega var höfuðborg eyjarinnar Saint-Pierre en bærinn eyðilagðist þegar eldfjallið Mont Pelée gaus 1902 með þeim afleiðingum að 30.000 íbúar létust. Eftir það var höfuðborgin flutt til Fort-de-France.
Líkt og önnur héruð Frakklands er Martinique hluti af Evrópusambandinu og notar evru sem gjaldmiðil. Margir íbúar tala franska antilleysku þótt franska sé opinbert tungumál.