Úsbekistan
Úsbekistan er tvílandlukt land í Mið-Asíu með landamæri að Kasakstan í vestri og norðri, Kirgistan og Tadsikistan í austri og Afganistan og Túrkmenistan í suðri. Úsbekistan er lýðveldi að nafninu til en sumir hafa lýst landinu sem lögregluríki. Tjáningarfrelsi er verulega skert.
O‘zbekiston Respublikasi O‘zbekiston Zumhurijati | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: O'zbekiston Respublikasining Davlat Madhiyasi | |
![]() | |
Höfuðborg | Taskent |
Opinbert tungumál | úsbekíska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Sjavkat Mirzijajev |
Forsætisráðherra | Abdulla Aripov |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
56. sæti 447.400 km² 4,9 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
41. sæti 30.183.400 67/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2014 |
- Samtals | 123,577 millj. dala (66. sæti) |
- Á mann | 4.037 dalir (135. sæti) |
VÞL (2013) | ![]() |
Gjaldmiðill | úsbekskur som (UZS) |
Tímabelti | UTC+5 |
Þjóðarlén | .uz |
Landsnúmer | 998 |
Úsbekistan var lengi hluti af stærri ríkjum eins og Tímúrveldinu. Borgirnar Búkara og Samarkand blómstruðu sem áfangastaðir á Silkiveginum frá Kína. Á 16. öld réðust Úsbekar inn í landið frá heimaslóðum sínum norðan Aralvatns og stofnuðu Búkarakanatið. Á 19. öld hófu Rússar að leggja löndin í Mið-Asíu undir sig. Úsbekistan varð hluti af Sovétríkjunum sem Sovétlýðveldi Úsbeka árið 1924. Landið lýsti yfir sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna 1. september 1991. Islam Karimov, forseti sovétlýðveldisins, var kjörinn fyrsti forseti landsins og sat hann í embætti þar til hann lést árið 2016.
Efnahagslíf Úsbekistan byggist aðallega á framleiðslu hrávöru eins og bómullar, gulls, úrans og jarðgass. Í Úsbekistan eru fjórðu mestu gullnámur heims. Vöxtur hefur verið hraður en þróun frá áætlunarbúskap í markaðsbúskap hefur verið mjög hæg. Spilling í stjórnkerfinu er landlæg og stjórnarandstaða er vanmáttug. Af öllum fyrrum sovétlýðveldum eru flestir pólitískir fangar í Úsbekistan. Um 85% íbúa tala úsbekísku sem er opinbert tungumál landsins og 90% íbúa eru múslimar.