Vanúatú
Lýðveldið Vanúatú (bislama Ripablik blong Vanuatu; enska Republic of Vanuatu; franska République de Vanuatu) er eyríki í Suður-Kyrrahafi, 1.750 km austan við Ástralíu og 500 km norðaustan við Nýju-Kaledóníu, vestan við Fídjieyjar og sunnan við Salómonseyjar. Eyjaklasinn telur 83 eyjar. Hann hét Nýju-Suðureyjar (New Hebrides) á nýlendutímanum.
Ripablik blong Vanuatu Republic of Vanuatu République du Vanuatu | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Long God yumi stanap („Stöndum með guði“) | |
Þjóðsöngur: Yumi, Yumi, Yumi | |
![]() | |
Höfuðborg | Port Vila |
Opinbert tungumál | bislama, enska og franska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
forseti forsætisráðherra |
Tallis Obed Moses Bob Loughman Weibur |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
161. sæti 12.190 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2014) - Þéttleiki byggðar |
173. sæti 252.763 21/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2008 |
- Samtals | 996 millj. dala (173. sæti) |
- Á mann | 4.244 dalir (118. sæti) |
VÞL (2004) | ![]() |
Gjaldmiðill | vatú (VUV) |
Tímabelti | UTC+11 |
Þjóðarlén | .vu |
Landsnúmer | 678 |
Upphaflega voru eyjarnar byggðar Melanesum. Á 18. öld hófu Evrópubúar að setjast þar að og 1880 gerðu bæði Bretland og Frakkland tilkall til yfirráða yfir hlutum eyjanna. 1906 settu löndin þar upp sameiginlegt yfirráðasvæði. Á 8. áratugnum jókst þrýstingur á sjálfstæði sem fékkst árið 1980.