Tristan da Cunha er lítill eldvirkur eyjaklasi í suðurhluta Atlantshafsins. Eyjarnar eru afskekktasti eyjaklasi í heimi þar sem búið er að staðaldri, og stundum nefndar: „einmanalegasta eyja í heimi“ og er þá átt við stærstu eyjuna sem er sú eina sem er í byggð. Tristan da Cunha er í 2816 km frá Suður Afríku og 3360 km frá Suður-Ameríku. Eyjarnar lúta breskum lögum og eru í stjórnsýslusambandi við Sankti Helenu sem er hjálenda Bretlands, 2430 km norðar.

Kort.

Eyjaklasinn skiptist í grófum dráttum í fjórar eyjar: Tristan da Cunha sem er 98 km² og nokkrar óbyggðar eyjar, Eyna ókleifu (Inaccessible Island) og Næturgalaeyjar (Nightingale Islands). Gough-eyja (Gough Island), sem er 91 km², og liggur 395 km suðaustur af aðaleyjunni, telst einnig til eyjaklasans.

Eyjarnar heita eftir portúgölskum sjóliðsforingja, sem fann þær árið 1506. Höfuðborg Tristan da Cunha nefnist Edinborg sjö heimshafa (Edinburgh of the Seven Seas), en heimamenn nefna hana einfaldlega The Settlement („Byggðina“).

Eldgos og brottflutningur breyta

Í október 1961 gaus eldfjallið á Tristan da Cunha með þeim afleiðingum að eyjarskeggjar, alls 284 talsins, urðu að yfirgefa eyjuna og voru fluttir til Bretlands. Hið konunglega breska vísindafélag komst að þeirri niðurstöðu í lok goss, eftir rækilega athugun, að eyjan væri óbyggileg eftir þetta. Eftir að hafa dvalist í Englandi í 18 mánuði efndu íbúarnir til kosninga og ákváðu með 148 atkvæðum gegn 5 að snúa aftur til Tristan da Cunha. Þeir 5 sem höfðu verið á móti því að snúa aftur gerðu það þó brátt líka og aðeins sjö ungar stúlkur í hópnum fundu sér maka og sneru aldrei aftur.

Tenglar breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.