Enska

vesturgermanskt tungumál

Enska (English; framburður) er vesturgermanskt tungumál sem á rætur að rekja til fornlágþýsku og annarra náskyldra tungumála Engla og Saxa, sem námu fyrstir Germana land á Bretlandseyjum, en málið hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá ýmsum öðrum málum, þá sér í lagi latínu, fornnorrænu, grísku, og keltneskum málum sem fyrir voru á eyjunum.

Enska
English
Málsvæði Ástralía, Írland, Kanada, Nýja Sjáland, Stóra-Bretland, Bandaríkin og mörg fleiri
Heimshluti aðallega Vestur-Evrópa, Norður-Ameríka og Eyjaálfa
Fjöldi málhafa sem móðurmál: meira en 400 milljónir

sem annað mál: talið allt frá 350 milljónum til yfir 1 milljarð

Sæti 4
Ætt Indóevrópskt

 Germanskt
  Vesturgermanskt
   Enska

Skrifletur Enska stafrófið
Opinber staða
Stýrt af engum, en Oxford English Dictionary hefur mikil áhrif
Tungumálakóðar
ISO 639-1 en
ISO 639-2 eng
SIL ENG
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Enska er töluð víða í heiminum, og er opinbert mál á Englandi, Írlandi, Skotlandi, Wales, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku, Bandaríkjunum, Kanada og fjölmörgum öðrum löndum.

Þróunarsögu ensku er skipt í þrjú tímabil. Elst er fornenska (Old English), sem er einnig kölluð engilsaxneska eftir hinum germönsku Englum og Söxum sem réðu ríkjum á Englandi frá 5. öld og fram á víkingaöld. Miðenska (Middle English) var töluð eftir komu víkinga og fram að þeim tíma þegar prentsmiðjur urðu algengar. Eftir tilkomu prentsmiðjanna hefur verið talað það mál sem við þekkjum nú (nútímaenska).

Notkun um heiminn

breyta

Sökum mikillar útbreiðslu enskunnar og töluverðrar innbyrðis einangrunar mælenda hennar, hafa orðið til margar mismunandi mállýskur sem hafa einkennandi raddblæ, framburð og orðaforða. Til dæmis eru til mörg orð í ástralskri ensku sem enginn í Kanada myndi nota í daglegu máli, og öfugt.

Til þess að sporna við þessari þróun hóf Oxford-háskóli útgáfu Oxford English Dictionary, sem talin er yfirgripsmesta nútíma enska orðabókin. Hún var fyrst gefin út árið 1884, en hefur síðan þá verið stækkuð mjög til þess að ná yfir allar helstu orðmyndir sem koma fyrir í málinu allt aftur til upphafs nútímaensku.

Enska er vesturgermanskt tungumál sem á upptök sín í engilfrísneskum og lágsaxneskum mállýskum sem kómu á Bretlandseyjar með germönskum ættflokkum og rómverskum hermönnum, frá svæðinu sem er nú Norðvestur-Þýskaland, Danmörk og Holland á 5. öld. Einn þessara ættflokka voru Englar sem voru líklega komnir frá Angeln. Að sögn Bedu prests kómu allir þeirra til Bretlands og gamla land þeirra varð yfirgefið. Orðin England (úr Engla land „Englaland“) og English/enska (á fornensku Englisc) á rætur að rekja til nafns þessa ættflokks.

Engilsaxneska innrásin í Bretland hófst um arið 449 e.Kr. Innrásarmenn komu frá Danmörk og Jótlandi. Áður en innrásin á Bretlandi voru innfæddu mennirnir Keltar sem töluðu bretnesku, sem var keltneskt tungumál. Tungumálið sem talað var á undan normönnskum landvinningum árið 1006 hét fornenska. Upp á því hófust mikilvægar breytingar á tungumálið.

Upprunalega var fornenska hópur ólíkra mállýska sem endurspegluðu engilsaxnesku kónungsríkin sem voru til í Bretlandi á þeim tíma. Ein þessara mállýska, vestursaxneska, varð sú helsta. Ein helstu áhrif á þróun enskunnar var rómversk-kaþólska kirkjan.

Á miðöldum hafði rómversk-kaþólska kirkjan einokun á hugverkum í breska þjóðfélaginu, sem hún notaði til að hafa áhrif á ensku. Kaþólskir munkar skrifuðu eða afrituðu texta aðallega á latnesku sem var þá sú helsta tungumál í Evrópu. Þegar munkarnir skrifuðu á móðurmál sitt notuðu þeir oft orð úr frá latnesku til að skrýa frá hugtökum sem áttu ekkert orð á ensku. Meginhluti orðaforða enskunnar á rætur að rekja til latnesku. Talið er að gegnum tíma notuðu enska menntastéttin meira og meira orð sem munkarnir tóku frá latnesku. Þar að auki hélt hún áfram að draga ný orð úr latneksu eftir það.

Tvær bylgjur innrásar höfðu mikil áhrif á fornensku. Fólkið sem gerði fyrstu innrasína talaði norrænt tungumál, og sigraði og nam land á Bretlandseyjum á 8. og 9. öldum. Normannar gerðu aðra innrásina á 11. öld. Þeir töluðu normönnsku og þróuðu enska tegund af þessu máli. Með tímanum minnkuðu áhrif frá normönnsku vegna frönskutegundarinnar sem töluð var í París. Tungumál Normannana breyttist í engilfrönsku. Vegna þessara innrása tveggja varð enska svolítið „blandað“ mál, en hún var ekki í raun blendingsmál.

Vegna samlífis við Norðmenn stækkaði magn germanskra orða í fornensku. Auk þess, við normönnsku landvinningar, voru fleiri orð tekin frá rómönskum tungumálum. Normönnsku áhrif á ensku var aðallega sökum notkunar normönnsku af ríkisstjórninni. Þannig var hafið í alvöru að taka mörg orð frá öðrum tungumálum, og orðaforði enskunnar varð mjög stór.

Við tilkomu Breska heimsveldsins hófst notkun ensku í Norður-Ameríku, Indlandi, Afríku, Ástralíu og á öðrum svæðum. Mikilvægi Bandaríkjanna sem risaveldi hefur líka hjálpað útþenslu ensku um heiminn.

Landfræðileg dreifing

breyta

Um það bil 375 milljónir manns tala ensku sem móðurmál. Talið er að enska sé þriðja stærsta tungumálið í heimi eftir magni málhafa, eftir kínversku og spænsku. Hins vegar þegar talaðir eru allir sem tala ensku sem móðurmál og annað mál, er enska stærsta tungumálið í heimi.

 
     Lönd þar sem enska er opinbert tungumál og er töluð víða      Lönd þar sem enska er opinbert tungumál en er ekki töluð víða
Lönd þar sem enska er opinbert tungumál og er töluð víða
Heimsálfa Lönd
Afríka Nígería, Máritíus, Sankti Helena, Suður-Afríka
Ameríka Angvilla, Antígva og Barbúda, Bahamaeyjar, Bandaríkin, Bandarísku Jómfrúaeyjar, Barbados, Belís, Bermúda, Bresku Jómfrúaeyjar, Caymaneyjar, Dóminíka, Falklandseyjar, Grenada, Gvæjana, Hollensku Antillaeyjar, Jamaíka, Kanada, Montserrat, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar, Trínidad og Tóbagó, Turks- og Caicoseyjar
Asía Hong Kong, Filippseyjar, Singapúr
Evrópa Bretland, Guernsey, Írland, Jersey, Malta, Mön
Eyjaálfa Ástralía, Marshalleyjar, Míkrónesía, Nárú, Nýja-Sjáland, Palá
Lönd þar sem enska er opinbert tungumál en er ekki töluð víða
Heimsálfa Lönd
Afríka Botsvana, Gana, Kamerún, Kenýa, Lesótó, Líbería, Madagaskar, Malaví, Namibía, Rúanda, Sambía, Simbabve, Síerra Leóne, Súdan, Svasíland, Tansanía, Úganda
Ameríka Púertó Ríkó
Asía Indland, Malasía, Pakistan
Eyjaálfa Fídjieyjar, Papúa Nýja-Gínea, Salómonseyjar

Lönd eftir málhafatölu

breyta
Sæti Land Málhafar Hlutfall íbúatölunnar Móðurmál Annað mál Íbúatala
1. Bandaríkin 251.388.301 96% 215.423.557 35.964.744 262.375.152
2. Indland 90.000.000 8% 178.598 65.000.000 sem annað mál
25.000.000 sem þriðji mál
1.028.737.436
3. Nígería 79.000.000 53% 4.000.000 >75.000.000 148.000.000
4. Bretland 79.000.000 98% 58.100.000 1.500.000 60.000.000
5. Filippseyjar 48.800.000 52% 3.427.000 45.373.000 92.000.000
6. Kanada 25.246.220 85% 17.694.830 7.551.390 29.639.030
7. Ástralía 18.172.989 92% 15.581.329 2.591.660 19.855.288

Málfræði

breyta

Í ensku eru ekki eins margar beygingar og í öðrum indóevrópskum málum. Til dæmis í nútímaensku eru ekki málfræðileg kyn eða stigbreytingar lýsingarorða, ólíkt í nútímaþýsku eða hollensku. Fallendingar í ensku eru næstum því horfnar, en eru enn þá til í fornöfnum. Í ensku eru til bæði sterkar (t.d. speak/spoke/spoken) og veikar sagnir sem eiga germanskar rætur. Afgangar frá beygingum (til dæmis í fleirtölu) geta sést enn þá en eru orðnir reglulegri.

Um leið er enska orðið greinandi tungumál. Oftar er notað í ensku ófullkomnar hjálparsagnir og orðaröð heldur fallendingar til þess að bera merkingar. Hjálparsagnir merkja spurningar, neikvæðar setningargerðir, þolmynd og svo framvegis.

Fornenska er töluvert líkari íslensku en nútímaensku, eins og sjá má á þessu ljóðbroti úr Bjólfskviðu frá 8. öld:

Ða se ellengæst earfoðlice
þrage geþolode, se þe in þystrum bad,
þæt he dogora gehwam dream gehyrde
hludne in healle; þær wæs hearpan sweg,
swutol sang scopes. Sægde se þe cuþe
frumsceaft fira feorran reccan,
cwæð þæt se Ælmihtiga eorðan worhte,
wlitebeorhtne wang, swa wæter bebugeð,
gesette sigehreþig sunnan ond monan
Úr ljóðinu um óvættinn Grendel

Þegar þetta er borið saman við nýrri ensk verk má sjá hversu hratt enskan fjarlægist íslenskuna:

Ich was in one sumere dale,
in one suthe diyhele hale,
iherde ich holde grete tale
an hule and one niyhtingale.
Úr „The Owl and the Nightingale“, skrifað c.a. 1260

Svo eru nútímaverkin öllu líkari því sem við þekkjum í dag. Þetta dæmi er eftir Jonathan Swift, sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað Ferðir Gúllívers á 18. öld:

I shall now therefore humbly propose my own thoughts, which I hope will not be liable to the least objection.

En ögn eldri dæmi um nútímaensku koma upp um fortíð málsins, eins og sést hér í broti úr Fönixinum og skjaldbökunni eftir William Shakespeare (c.a. 1586)

Let the bird of lowdest lay,
On the sole Arabian tree,
Herauld sad and trumpet be:
To whose sound, chast wings obay.
But thou, shriking harbinger,
Foule precurrer of the fiend,
Augour of the fevers end,
To this troupe come thou not neere.

Frekari fróðleikur

breyta
  • Albert C. Baugh and Thomas Cable, A History of the English Language, London 2002, ISBN 978-0-13-015166-7.
  • Frederic G. Cassidy, Geographical Variation of English in the United States, in Richard W. Bailey and Manfred Görlach, English as a World Language, Ann Arbor 1982, pp. 177–210, ISBN 978-3-12-533872-2.
  • Fausto Cercignani, Shakespeare's Works and Elizabethan Pronunciation. Oxford 1981, ISBN 0-19-811937-2.
  • David Crystal, The Cambridge Encyclopedia of the English Language, Cambridge 2003, ISBN 0-521-53033-4.
  • Manfred Görlach, Introduction to Early Modern English. Cambridge 1991, ISBN 0-521-32529-3.
  • Christian Mair, Twentieth-century English: History, variation and standardization. Cambridge 2006.
  • Tom McArthur, The Oxford Companion to the English Language. Oxford 1992, ISBN 978-0-19-214183-5.
  • David Northrup, How English Became the Global Language. London 2013, ISBN 978-1-137-30306-6.
  • Peter Roach, English Phonetics and Phonology. Cambridge 2009.
  • Peter Trudgill and Jean Hannah, International English: A Guide to the Varieties of Standard English, London 2008, ISBN 978-0-340-97161-1.
  • J. C. Wells, Accents of English, I, II, III. Cambridge 1982.

Tenglar

breyta
 
Wikipedia
Wikipedia: Enska, frjálsa alfræðiritið

Erlendir

breyta