ISO 3166-1
hluti alþjóðlega staðalsins ISO 3166 sem skilgreinir ríki og landshluta
ISO 3166-1 er sá hluti ISO 3166 staðalsins sem skilgreinir tveggja og þriggja stafa kóða (kallaðir alpha-2 og alpha-3) auk kenninúmers fyrir lönd og pólitískt afmörkuð svæði. Staðallinn var fyrst gefinn út árið 1974 af Alþjóðlegu staðlastofnuninni.
Tveir skyldir staðlahlutar eru ISO 3166-2 yfir stjórnsýslueiningar landa og ISO 3166-3 yfir fyrrum sjálfstæð ríki.
ISO 3166-1 er notaður mjög víða hjá alþjóðastofnunum, í milliríkjaviðskiptum og samskiptum milli landa. Hann er samt ekki eina kerfi landakóða sem er í notkun. Dæmi um önnur slík kerfi eru listi yfir landsnúmer fyrir millilandasímtöl og landakóðar Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Heimildir
breyta- „Listi Árnastofnunar yfir ríkjaheiti“. Sótt 2. ágúst 2022.
- „Landheitalisti símans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2005. Sótt 5. mars 2005.
Tenglar
breyta- ISO 3166-1 á vefsíðu ISO Geymt 23 september 2004 í Wayback Machine
- ISO kóðar á vefsíðu CIA Geymt 5 mars 2005 í Wayback Machine
- ISO 3166 á yfir 30 tungumálum (m.a. á csv sniði)
- ISO 3166-1 á nokkrum tungumálum (á XML sniði) Geymt 2 september 2006 í Wayback Machine