Martinique

sýsla í Frakklandi
(Endurbeint frá Martiník)

Martinique (frönsk antilleyska: Matinik eða Matnik; kalinago: Madinina eða Madiana) er eyja í austanverðu Karíbahafi. Eyjan er hluti af Litlu-Antillaeyjum í Vestur Indíum, norðan við Sankti Lúsíu og sunnan við Dóminíku. Eyjan er eitt af handanhafshéruðum Frakklands.

Martinique
Fáni Martinique Skjaldarmerki Martinique
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
La Marseillaise
Staðsetning Martinique
Höfuðborg Fort-de-France
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Emmanuel Macron
Héraðsforseti Alfred Marie-Jeanne
Franskt handanhafshérað
 • Nýlenda 1635 
 • Handanhafshérað 1946 
Flatarmál
 • Samtals

1.128 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar

375.053
354/km²
VLF (KMJ) áætl. 2015
 • Samtals 11,09 millj. dala (23. sæti)
 • Á mann 29.235 dalir
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .mq
Landsnúmer +596

Eyjan varð frönsk nýlenda árið 1635. Frakkar ráku frumbyggja eyjarinnar burt árið 1660 og fluttu inn þræla frá Afríku til að vinna þar á plantekrum. Joséphine de Beauharnais, kona Napóleons fæddist á Martinique árið 1763. Hún var dóttir franskra plantekrueigenda. Upphaflega var höfuðborg eyjarinnar Saint-Pierre en bærinn eyðilagðist þegar eldfjallið Mont Pelée gaus 1902 með þeim afleiðingum að 30.000 íbúar létust. Eftir það var höfuðborgin flutt til Fort-de-France.

Líkt og önnur héruð Frakklands er Martinique hluti af Evrópusambandinu og notar evru sem gjaldmiðil. Margir íbúar tala franska antilleysku þótt franska sé opinbert tungumál.

Heiti eyjunnar á frönsku, Martinique, er dregið af taínósku heiti hennar, Madiana/Madinina, sem merkir „blómaeyja“, eða Matinino, „kvennaeyja“, samkvæmt Kólumbusi sem sigldi til eyjarinnar árið 1502.[1] Samkvæmt sagnfræðingnum Sydney Daney nefndu Karíbar eyjuna Jouanacaëra eða Wanakaera sem merkir „kembueyja“.[2]

Stjórnmál

breyta

Stjórnsýslueiningar

breyta
 
Kort sem sýnir sýsluhverfin á Martinique.

Martinique skiptist í fjögur sýsluhverfi (arrondissements) og 34 sveitarfélög (communes). 45 kantónur voru lagðar niður árið 2015. Hverfin eru:

Tilvísanir

breyta
  1. „Encyclopedia Britannica- Martinique“. Sótt 10. júlí 2019.
  2. „Martinique (English)“. French II. Sótt 21. september 2020.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 INSEE. „Recensement de la population en Martinique – 385 551 habitants au 1er janvier 2013“ (franska). Sótt 21. maí 2016.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.