Jan Mayen
- Jan Mayen er líka nafn á íslenskri hljómsveit.
Jan Mayen er norsk eldvirk eyja í Norður-Íshafi, um 550 km norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 km² að flatarmáli, 53,6 km löng, með strandlengju upp á 124 km og breidd hennar er á bilinu 2,5 – 15,8 km. Jan Mayen teygir sig frá suðvestri til norðausturs og á norðausturhluta eyjarinnar er hið risavaxna eldfjall Beerenberg sem er 2277 m hátt. Jan Mayen teygir sig frá 70°50'N og 9°03'W í suðri til 71°10'N og 7°57'W í norður.
Eyjan er á heitum reit og hafa eldgos verið tíð í Beerenberg síðustu aldir, það síðasta árið 1985. Þar áður urðu eldgos árin 1973 og 1970. Allt voru þetta tiltölulega lítil sprungugos í hlíðum fjallsins. Sögulegar heimildir eru til um gos árin 1732, 1818 og 1851.
Aðeins einn bær er á eynni, Olonkinbyen og búa þar 18 íbúar. Eyjunni er stjórnað af norska fylkinu Nordland.
Fundur og nafngift
breytaEkki er óhugsandi að það hafi einmitt verið Jan Mayen sem Beda prestur fann á 6. öld e.Kr. þegar hann segir frá eldi spúandi eyju í norðri þar sem dagur var allan sólarhringinn. Einnig má vel vera að sæfarar víkingaaldar hafi vitað um eyjuna. En Henry Hudson fann síðan eyjuna árið 1607 á einni fjögurra ferða sinna um Norður-Íshafið er hann var að leita að siglingaleið til Kína. Hvalveiðimenn sigldu í kjölfarið til eyjarinnar og árið 1614 var henni gefið nafnið Jan Mayen eftir hollenska hvalveiðiskipstjóranum Jan Jacobs May van Schellinkhout.
Flóra og dýralíf
breytaPlöntutegundir eru fáar og eldfjallasandur víða á yfirborði en finna má meðal annars steinbrjóta, sóleyjar (t.d. jöklasóley), músareyra og grasvíði. Mosar, grös og fléttur eru til staðar.
Tenglar
breyta- Vísindavefurinn: Hvað getið þið sagt mér um Jan Mayen?
- „Áskildi Íslendingum jafnan rétt á við hverja aðra“; grein í Tímanum 1979
- „Ef ekki væri um að ræð kröfugerð vegna Jan Mayen“; grein í Tímanum 1980
- „Flugpóstur til Jan Mayen“; grein í Vísi 1977
- „Frændur vorir Norðmenn og Jan Mayen“; grein í Sjómannablaðinu Víkingur 1981
- „Ísland og Jan Mayen“; grein í Tímanum 1979
- „Íslendingar á Jan Mayen“; greinarhluti í Náttúrufræðingnum 1958
- „Íslendingar þurfa að gæta vel réttinda sinna í landgrunnsmálinu“; grein í Tímanum 1978
- „Jan Mayen“; grein í Náttúrufræðingnum 1958
- „Jan Mayen“; grein í Morgunblaðinu 1979
- „Jan Mayen“; grein í Vísi 1980
- „Jan Mayen-förin“; grein í Morgunblaðinu 1915
- „Jan Mayen og skipting Norðurhafa“; grein í Morgunblaðinu 1980
- „Jan Mayen-viðræður“; grein í Þjóðviljanum 1980
- „Jón Þorláksson um Jan Mayen 1927“; grein í Morgunblaðinu 1979
- „Landnám Jakobsens á Jan Mayen 1911-1912“; grein í Þjóðviljanum 1978
- „Olía aðeins send einu sinni á ári“; grein í Vísi 1979
- „Yfir nyrsta eldfjalli veraldar“; grein í Morgunblaðinu 1985
erlendir
- * TopoJanMayen – Gagnvirkt kort (norska/enska)