54°26′S 03°24′A / 54.433°S 3.400°A / -54.433; 3.400

Bouveteyja
nafn á frummáli: Bouvetøya
[[Mynd:Orthographic projection centered over Bouvet Island.png alt=Kort af Bouveteyju]]
Kort af Bouveteyju
Landafræði
Staðsetning Suður-Atlantshaf

Eyjar alls 1

Flatarmál 49 km² (93% ísi lagt)
Hæsti staður Olavtoppen 780m
Stjórnsýsla
 Noregur

Höfuðborg Ósló

Konungur Haraldur 5. Noregskonungur

Suðausturströnd Bouveteyju 1898

Bouveteyja (norska: Bouvetøya, einnig sögulega þekkt sem Liverpooleyja ellegar Lindsayeyja) er óbyggð sub-antarktísk eldvirk eyja í Suður-Atlantshafi, langt suð-suðvestur af Góðrarvonarhöfða (Suður-Afríku). Hún er hjálenda Noregs, en er ekki hluti af Suðurskautsbandalaginu, þar sem eyjan er norðan breiddarbaugsins sem Suðurskautsbandalagið takmarkast við.

Landafræði

breyta

Bouveteyja er 49 km² að flatarmáli og eru 93% af þeim (45,57 km²) hulin ís sem liggur yfir suður- og austurströndinni.[1]

Bouveteyja er meðal afskekktastu eyja í heiminum. Næsta fasta land er Land Maud drottningar á Suðurskautslandinu, sem er um 1.600 km (1.000 mílur) suður af eynni og einnig óbyggt.

Hafnlaust er á eyjunni, aðeins skipalægi úti á sjó, og er hún þess vegna illaðgengileg. Ströndin er mjög brött og því auðveldast að komast að eyjunni með þyrlu frá skipi í grennd. Jöklarnir mynda þykkt íslag sem fellur af háum klettum ofan í sjóinn eða ofan á svartar strandir með eldfjallasandi. Strandlengjan (29,6 km (18,4 mílur)) er oft umkringd hafís. Hæsti punktur eyjunnar nefnist Olavtoppen, og er 780 m yfir sjávarmáli. Fuglar hafa nýtt sér hraunbreiðu á vesturströnd eyjarinnar, sem kom upp í eldgosi á árunum 1955-1958, sem varpstað.

Vegna slæmra veðurskilyrða og ísilagðrar jarðar, vaxa aðeins fléttur og mosar á eyjunni. Selir, sjófuglar og mörgæsir eru eina dýralífið.

Þótt Bouveteyja sé óbyggð, hefur hún þjóðarlénið .bv, en það hefur þó enn ekki verið notað.[2] Lítill hópur útvarpsamatöra hefur ferðast til þessa afskekkta staðar (kallmerki notuð á eyjunni byrja á 3Y). Þar er ekkert landsnúmer eða svæðisnúmer og ekkert símasamband, póstnúmer né póstþjónusta. Skip sem koma að Bouveteyju teljast innan UTC Z tímabeltisins. Norsk lög kveða á um að tími í norskum hjálendum eigi að vera UTC+1, nema ákveðinn hluta árs eða DST (Daylight saving time). [3] Þetta þýðir að lögbundinn tími á Bouveteyju er UTC+1, líkt og á Jan Mayen sem landfræðilega séð ætti að vera í tímabeltinu UTC-1, en lýtur þó sömu lögum og Bouvet eyja og er í UTC+1.

Jean-Baptiste Charles Bouvet de Lozier, sem stjórnaði frönsku skipunum Aigle og Marie fann Bouveteyju þann 1. janúar árið 1739. Hann skráði þó ekki stöðu eyjarinnar rétt, heldur 8 gráðum austar. Bouvet sigldi ekki í kringum þetta land sem hann fann, svo að þá var enn óljóst hvort þetta væri eyja eða hluti af heimsálfu.[4]

Árið 1772 hélt kapteinn James Cook frá Suður-Afríku í sendiför til þess að finna eyjuna, en þegar hann kom að hnitunum 54°S, 11°E þar sem Bouvet sagðist hafa séð eyjuna, var ekkert að sjá. Cook gerði ráð fyrir að Bouvet hefði ruglast á hafísjaka og eyju, og hætti við leitina. [5]

Eyjan kom ekki aftur fyrir sjónir manna fyrr en árið 1808, þegar James Lindsay, kapteinn Enderby Company-hvalveiðiskipsins Snow Swan, kom að henni. Þrátt fyrir að hann tæki ekki þar land þar varð hann fyrsti maðurinn til þess að staðsetja eyjuna rétt. Á þessum tíma var eyjan oft nefnd Lindsay-eyja, enda þótti ekki alveg víst að þetta væri sama eyjan og Bouvet hafði séð.

Það var svo í desember árið 1822 sem menn stigu í fyrsta sinn fæti á eyjuna, en þá lenti kapteinninn Benjamin Morrell selveiðibátnum Wasp á eyjunni í leit að sel. Hann fann nokkra seli og veiddi til skinna.

Þann 10. desember árið 1825 lenti kapteinn Norris, skipstjóri Enderby Company-hvalveiðiskipanna Sprightly og Lively á eyjunni, nefndi hana Liverpooleyju og gaf Bresku krúnunni. Aftur var ekki vitað hvort þetta væri sama eyja og áður hafði fundist á þessum slóðum. Hann sagðist einnig hafa séð aðra eyju nálægt, sem hann nefndi Thompsoneyju. Engin merki finnast um þá eyju.

Árið 1898 kom skip þýsku Valdivia-sendifararinnar sem Carl Chun stýrði að eyjunni en lenti ekki.

Fyrsta langdvöl á eyjunni var árið 1927, þegar hin norska áhöfn skipsins Norvegia dvaldist á eyjunni í um það bil mánuð, og á þessari dvöl byggðist tilkall leiðtoga áhafnarinnar, Lars Christensen, til eyjarinnar fyrir hönd Noregs, en Norðmenn nefndu eyjuna Bouveteyju (Bouvetøya).[6] Norska ríkið innlimaði eyjuna þann 1. desember árið 1927 og með konunglegri tilskipun þann 23. janúar árið 1928 varð Bouveteyja norsk hjálenda. Ári síðar dró Stóra-Bretland til baka tilkall sitt til eyjunnar. Árið 1930 voru samþykkt lög í norska þinginu um að eyjan yrði hjálenda sem lyti valdi Noregs, en væri ekki hluti af ríkinu sjálfu.

Árið 1964 fannst björgunarbátur á eyjunni, ásamt fleiri þarfaþingum; en því miður voru farþegar björgunarbátsins horfnir.[7]

Árið 1971 voru Bouveteyja og landhelgi hennar gerð að náttúruverndarsvæði. Á árunum milli 1950 og 1960 sýndi Suður-Afríku því áhuga að koma þar fyrir veðurathugunarstöð, en aðstæður voru taldar of óöruggar. Eyjan er enn óbyggð, en árið 1977settu Norðmenn þar upp fjarstýrða veðurathugunarstöð.

Þann 19. október árið 2007 tilkynntu norskir heimskautaeftirlitsmenn að gervihnattarmyndir sýndu ekki lengur upplýsingastöðina sem sett var upp á eyjunni árið 1994. Talið er að stöðin hafi fokið út á sjó. Jarðskjálfti sem varð á þessu svæði árið 2006 á að hafa laskað grunn stöðvarinnar, og gert hana veikari fyrir hinum öflugu vindum á svæðinu.[8]

Bouveteyja í skáldskap

breyta

Eyjan kemur fyrir í myndinni Alien vs. Predator sem frumsýnd var árið 2004, og þar er norska nafnið Bouvetøya notað. Í einni gerð myndarinnar er þó bent á eyjuna á gervihnattarmynd á u.þ.b. sama stað og Eyju Péturs I.

Sjá einnig

breyta
  • .bv (þjóðarlén Bouveteyju)

Heimildir

breyta
  • LeMasurier, W. E.; Thomson, J. W. (eds.) (1990). Volcanoes of the Antarctic Plate and Southern Oceans. American Geophysical Union. bls. 512 pp. ISBN 0-87590-172-7.
  1. „CIA - The World Factbook - Bouvet Island“. CIA. 14. janúar 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. október 2010. Sótt 10. febrúar 2008.
  2. „Norid: .bv and .sj domains are not in use“. Norid. 14. janúar 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2009. Sótt 10. febrúar 2008.
  3. „LOV 2007-01-26 nr 04: Lov om målenheter, måling og normaltid.(Law about measurement, units and standard time)“. Norwegian Government, NHD. 1. janúar 2008.
  4. „Worldstats: Providing information about our world!“. worldstats.org. 14. janúar 2007.
  5. Boudewijn Buch - Eilanden (Holland, 1991)
  6. „Polar Pioneers: Hjalmar Riiser-Larsen“. PolarFlight Online--North Polar Regions News and Information Magazine. 5. júlí 2007.
  7. „MISR Image: Bouvet Island“. NASA. 14. janúar 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2009. Sótt 10. febrúar 2008.
  8. „Norwegian field station gone with the wind“. Norwegian Institute of Polar Research. 19. október 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. janúar 2009. Sótt 10. febrúar 2008.

Tenglar

breyta