Þjóðvegur 1

vegur sem liggur um Ísland
(Endurbeint frá Þjóðvegur eitt)

Þjóðvegur 1 eða Hringvegurinn er vegur sem liggur um Ísland og tengir saman flest öll byggileg héruð á Vestur-, Norður-, Austur- og Suðurlandi. Vegurinn er samtals 1321 km á lengd og liggur um alla landshluta nema Vestfirði og Miðhálendið. Hringurinn var kláraður árið 1974 þegar Skeiðarárbrú var opnuð. Núllpunktur Hringvegarins er á sýslumörkum Skaftafellssýslnanna tveggja á Skeiðarársandi.

Vegurinn er að mestu tvíbreiður nema þar sem hann liggur í gegnum stærri bæi þar sem hann er breiðari og einnig í hluta Hvalfjarðarganganna. Lokið var að setja bundið slitlag árið 2019.

Umferð um veginn er langmest í nágrenni höfuðborgarinnar og stærri bæja eins og Akureyrar og Selfoss en fjarri þéttbýli er að finna kafla þar sem umferð er mjög lítil eða undir 100 ökutækjum á dag. Enn eru 30 einbreiðar brýr á hringveginum (2023) en árið 1990 voru þær um 140. [1]

Lengi hefur það verið vinsælt hjá íslenskum ferðamönnum að fara hringinn enda er stór hluti landsins innan seilingar frá honum. Í seinni tíð hefur leiðin öðlast meiri vinsældir meðal erlendra ferðamanna sem leigja sér bíl, taka með eigin bíl eða hjóla þessa leið.

Friðrik Þór Friðriksson gerði kvikmyndina Hringinn þar sem hann keyrði allan Hringveginn og tók það upp.

Helstu ágrip í sögu Hringvegarins (listinn er ekki tæmandi)

breyta
  • 1928: Brúin yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Hvítárvöllum reist. Síðar leyst af hólmi með tilkomu Borgarfjarðarbrúar.
  • 1930-1940: Lokið var við veginn fyrir Hvalfjörð. Þar með var komið vegasamband milli Reykjavíkur og Akureyrar.
  • 1933: Gamla Markarfljótsbrúin reist. Síðar leyst af hólmi með nýrri brú.
  • 1945-1946: Núverandi Ölfusárbrú reist eftir að sú fyrri hafði gefið sig.
  • 1947: Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum hjá Grímsstöðum tekin í notkun. Þar með styttist leiðin milli Norðurlands og Austurlands en áður þurfti að fara um Öxarfjörð.
  • 1949-1950: Gamla brúin yfir Þjórsá reist og leysti af hólmi fyrstu Þjórsárbrúna. Síðar leyst af hólmi með nýrri brú.
  • 1952: Brúin yfir Jökulsá í Lóni reist.
  • 1958: Núverandi Lagarfljótsbrú reist.
  • 1961: Brúin yfir Hornafjarðarfljót reist.
  • 1962: Núverandi Blöndubrú á Blönduósi reist.
  • 1967: Brú yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi reist.
  • 1967: Núverandi brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi reist.
  • 1967: Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum reist eftir að sú fyrri hrundi. Síðar leyst af hólmi með tilkomu Kúðafljótsbrúar.
  • 1968: Núverandi brú yfir Fnjóská hjá Nesi reist. Hún leysti af hólmi gömlu Fnjóskárbrúna frá 1908.
  • 1972: Lokið var við að leggja nýjan veg milli Reykjavíkur og Selfoss og hann lagður bundnu slitlagi. Hann er enn að mestu óbreyttur.
  • 1972: Núverandi brú yfir Skjálfandafljót hjá Fosshóli reist. Hún leysti af hólmi gömlu brúna sem enn stendur.
  • 1974: Lokið var við veginn yfir Skeiðarársand og þar með síðasta hlutann af Hringveginum. Brýr voru byggðar á Skeiðará, Sandgígjukvísl og Núpsvötn sem allar töldust meðal fimm lengstu brúa landins.
  • 1979-1980: Lokið var við að byggja Borgarfjarðarbrúna, næstlengstu brú landsins. Leysti hún af hólmi veginn um Hvanneyri og Hvítárvelli.
  • 1980: Lokið var við að leggja bundið slitlag milli Selfoss ög Hvolsvallar.
  • 1981: Núverandi brú yfir Héraðsvötn byggð. Hún leysti af hólmi eldri brú á Grundarstokki.
  • 1983-1986: Vegurinn um Víkurskarð tekinn í notkun. Hann leysti af hólmi veginn um Vaðlaheiði.
  • 1986: Nýr vegur yfir leirurnar í botni Eyjafjarðar opnaður. Leysti af hólmi þrjár eldri brýr sem stóðu fyrir innan Akureyrarflugvöll.
  • 1988: Nýr og betri vegur yfir Mýrdalssand lagður. Leysti af hólmi veg sem lá inn undir Hafursey.
  • Um 1990: Lokið var við að leggja bundið slitlag á veginn fyrir Hvalfjörð og þar með milli Reykjavíkur og Borgarness.
  • 1990: Ný brú yfir Múlakvísl reist. Hana tók af síðar í jökulhlaupi árið 2011.
  • 1991-1992: Núverandi brú yfir Markarfljót tekin í notkun. Leysti af hólmi gömlu brúna frá 1933 og stytti leiðina milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal nokkuð. Með þessari framkvæmd komst á bundið slitlag milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal.
  • 1993: Brúin yfir Kúðafljót reist. Stytti hún leiðina milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs nokkuð.
  • 1994: Núverandi brú á Jökulsá á Dal reist og leysti af hólmi gamla brú og veg með kröppum beygjum.
  • 1994-1995: Lokið var við að leggja bundið slitlag á síðustu kaflana milli Reykjavíkur og Akureyrar.
  • 1996: Stórt jökulhlaup á Skeiðarársandi tók af brúna yfir Sandgígjukvísl, skemmdi Skeiðarárbrúna og einnig stóran hluta af veginum yfir Skeiðarársand.
  • 1996-1998: Hvalfjarðargöngin voru grafin og opnuð 1998. Leystu þau af hólmi gamla veginn fyrir Hvalfjörð. Þau voru fyrstu jarðgöngin á Hringveginum og jafnframt fyrstu neðansjávargöngin á Íslandi.
  • 1998: Ný brú yfir Sandgígjukvísl tekin í notkun í stað þeirrar sem fór í hlaupinu 1996.
  • 1999-2000: Síðasti kaflinn milli Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði lagður bundnu slitlagi.
  • 2000: Lagður var nýr vegur í nokkurri fjarlægð frá Grímsstöðum á Fjöllum sem stytti Hringveginn nokkuð.
  • 2000: Nýr vegur um Háreksstaðaleið var tekinn í notkun í stað vegarins um Möðrudalsfjallgarða. Þar með var komin ágæt heilsársleið á milli Norðurlands og Austurlands.
  • 2003: Núverandi Þjórsárbrú var reist og leysti af hólmi brúna frá 1949/1950. Vegurinn styttist örlítið.
  • 2004-2005: Göng undir Almannaskarð grafin og opnuð 2005. Leystu þau af hólmi veginn um Almannaskarð og þar með bröttustu brekkuna á Hringveginum sem hafði 16,5% halla.
  • 2004-2008: Vesturlandsvegur frá Reykjavík og upp í Mosfellsbæ breikkaður frá tveimur akreinum í fjórar. Nokkur mislæg gatnamót reist á svipuðum tíma.
  • 2005: Nýr þriggja akreina vegur um Svínahraun og ný vegamót við Þrengslaveg tekin í notkun.
  • 2007: Nýr vegur um Norðurárdal í Skagafirði tekinn í notkun sem leysti af hólmi fjórar einbreiðar brýr.
  • 2007-2008: Vegurinn um Arnórsstaðamúla endurgerður og lagður bundnu slitlagi. Þar með var komið bundið slitlag milli Akureyrar og Egilsstaða.
  • 2008: Nýr vegur og brú um Hrútafjarðarbotn byggð. Leystu þau af hólmi einbreiða brú og gömlu brúna yfir Hrútafjarðará hjá Brú. Nýr Staðarskáli reistur vegna breytinganna.
  • 2008: Endurbættur vegur um Stafholtstungur og Norðurárdal tekinn í notkun en fyrir endurbætur var hann einn af hættulegustu köflunum á Hringveginum.
  • 2010-2011: Vegurinn um Sandskeið breikkaður úr tveimur akreinum í fjórar.
  • 2011: Brúna yfir Múlakvísl tók af í jökulhlaupi. Bráðabrigðabrú reist á um 100 klukkustundum frá því að brúna tók af.
  • 2013-2015: Vegurinn um Hellisheiði breikkaður í þrjár akreinar.
  • 2013-2018: Vaðlaheiðargöng grafin.
  • 2014: Ný brú yfir Múlakvísl reist í stað þeirrar sem tók af árið 2011.
  • 2016-2017: Ný brú yfir Morsá reist. Hún leysti af hólmi Skeiðarárbrúna sem nú stendur að mestu á þurru og orðin léleg og þarfnast viðhalds.
  • 2017: Hringvegurinn var færður af malarveginum á Breiðdalsheiði og yfir á Suðurfirðina og veginn um Fagradal en þeir voru með bundnu slitlagi.
  • 2018: Vaðlaheiðargöng opnuð. Leystu þau af hólmi veginn um Víkurskarð.
  • 2019: Lokið var við að leggja bundið slitlag á kaflann um Berufjarðarbotn. Þar með var síðasti kaflinn á Hringveginum lagður bundnu slitlagi og hægt að aka allan hringinn án þess að rekast á malarkafla, 45 árum eftir að hringnum var lokað með vígslu Skeiðarárbrúar og vegarins um Skeiðarársand.
  • 2019-2023: Vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss breikkaður í þrjár akreinar.

Leiðarlýsing

breyta

Sandgígjukvísl - Kirkjubæjarklaustur (41 km)

breyta

Vegurinn liggur um Skeiðarársand, Fljótshverfi og Síðu.

Vestur-Skaftafellssýsla

Kirkjubæjarklaustur - Vík í Mýrdal (72 km)

breyta

Vegurinn liggur um Eldhraun og Mýrdalssand.

Vestur-Skaftafellssýsla

Vík í Mýrdal - Hvolsvöllur (80 km)

breyta

Vegurinn liggur um Reynisfjall, Mýrdal, Sólheimasand/Skógasand, Eyjafjöll og Landeyjar.

Vestur-Skaftafellssýsla

  •   Um Reynisfjall og Mýrdal: Jarðgöng undir Reynisfjall og nýr vegur um Mýrdal nær sjónum. Rekstur vegarins verður fjármagnaður með veggjöldum  .
  • Slóði frá Vík í Mýrdal upp á Reynisfjall. Einn brattasti vegur landsins.  
  •   Vík í Mýrdal.
  •  Reynisfjall: 119 m.y.s. hefst hér.
  • 215 Reynishverfisvegur frá Gatnabrún á Reynisfjalli, um Reynishverfi og að bílastæðinu við Reynisfjöru  .
  •   Um Gatnabrún: Nýr og endurbættur vegur með minna kröppum beygjum en áður.
  •  Reynisfjall: 119 m.y.s. endar hér.
  • Mýrdalur
  • 218 Dyrhólavegur frá Litla-Hvammi um Dyrhóla og Loftsalahelli  Dyrhólaey  .
  •   Klifandi: 65 m (2003).
  • 219 Péturseyjarvegur frá Hringveginum vestan Klifanda umhverfis Pétursey og á Hringveginn aftur (1).
  • Pétursey.
  • 219 Péturseyjarvegur frá Hringveginum umhverfis Pétursey og á Hringveginn aftur vestan Klifanda (1).
  • 222 Mýrdalsjökulsvegur frá Hringveginum, um Ytri-Sólheima og áfram upp að Mýrdalsjökli  .
  • Sólheimasandur
  • Bílastæði og slóði að flugvélarflaki Douglas DC-35 Super Dakota sem nauðlenti árið 1973.   Slóðinn er lokaður almennri umferð.  
  • 221 Sólheimajökulsvegur frá brúnni yfir Jökulsá á SólheimasandiSólheimajökli  .
  •   Jökulsá á Sólheimasandi: 159 m - einbreið (1967).
  •   Jökulsá á Sólheimasandi: Ný brú.
  • Sýslumörk Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu.

Rangárvallasýsla

Hvolsvöllur - Hella (13 km)

breyta

Vegurinn liggur um Rangárvelli.

Rangárvallasýsla

Hella - Selfoss (36 km)

breyta

Vegurinn liggur um Ásahrepp og Flóa.

Rangárvallasýsla

Árnessýsla

Selfoss - Hveragerði (12 km)

breyta

Vegurinn liggur um Ölfus.

Árnessýsla

Hveragerði - Reykjavík (37 km)

breyta

Vegurinn liggur um Hellisheiði, Svínahraun, Sandskeið og Lækjarbotna.

Árnessýsla

Kjósarsýsla

Reykjavík

Reykjavík - Borgarnes (66 km)

breyta

Vegurinn liggur um Mosfellsbæ, Kollafjörð, Kjalarnes, Hvalfjarðargöng, Akrafjall, Leirársveit, Hafnarfjall og Borgarfjarðarbrú.

Reykjavík

  •   2+2 vegur frá Nesbraut (49) að Þingvallavegi (36)
  •    : Stórhöfði (aðeins á leið til Reykjavíkur).
  •    : Víkurvegur/Reynisvatnsvegur/Þúsöld: Grafarvogur/Grafarholt.
  •  : Lambhagavegur: Úlfarsárdalur/Korputorg/Bauhaus.
  •    : Fráreinar að Bauhaus (aðeins á leið til Borgarness) og Korputorgi (aðeins á leið til Reykjavíkur).
  •   Reykjavík.
  • Mörk lögsagnarumdæmis Reykjavíkur.

Kjósarsýsla

Reykjavík

Borgarfjarðarsýsla

Mýrasýsla

  •   Borgarnes
  •  : Borgarbraut frá Brúartorgi niður í miðbæ Borgarness. 1 víkur fyrir Borgarbraut  .

Borgarnes - Staðarskáli (89 km)

breyta

Vegurinn liggur um Stafholtstungur, Norðurárdal og Holtavörðuheiði.

Mýrasýsla

Strandasýsla

Staðarskáli - Blönduós (80 km)

breyta

Vegurinn liggur um Hrútafjörð, Hrútafjarðarháls, Miðfjörð, Línakradal, Víðidal, Vatnsdal og Ása.

Blönduós - Varmahlíð (51 km)

breyta

Vegurinn liggur um Langadal og Vatnsskarð.

Varmahlíð - Akureyri (94 km)

breyta

Vegurinn liggur um Blönduhlíð, Norðurárdal, Öxnadalsheiði, Öxnadal, Hörgárdal og Kræklingahlíð.

Akureyri - Reykjahlíð (83 km)

breyta

Vegurinn liggur um Vaðlaheiðargöng, Fnjóskadal, Ljósavatnsskarð, Fljótsheiði, Reykjadal, Mývatnsheiði og norðan Mývatns.

Reykjahlíð - Egilsstaðir (165 km)

breyta

Vegurinn liggur um Námaskarð, Mývatnsöræfi, Biskupsháls, Vegaskarð, Möðrudalsöræfi, Jökuldalsheiði, Jökuldal, Lágheiði, Fellabæ og Lagarfljót.

Egilsstaðir - Reyðarfjörður (31 km)

breyta

Vegurinn liggur um Fagradal.

Reyðarfjörður - Fáskrúðsfjörður (16 km)

breyta

Vegurinn liggur um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjarðargöng og Daladal.

Fáskrúðsfjörður - Stöðvarfjörður (26 km)

breyta

Vegurinn liggur um Fáskrúðsfjörð, Gvendarnes og Stöðvarfjörð.

Stöðvarfjörður - Breiðdalsvík (17 km)

breyta

Vegurinn liggur um Stöðvarfjörð, Kambaskriður og Breiðdalsvík.

Breiðdalsvík - Djúpivogur (60 km)

breyta

Vegurinn liggur um Streitishvarf og Berufjörð.

Djúpivogur - Höfn í Hornafirði (98 km)

breyta

Vegurinn liggur um Hamarsfjörð, Álftafjörð, Hvalnes- og Þvottárskriður, Lón, Almannaskarðsgöng og Skarðsfjörð.

Höfn í Hornafirði - Jökulsárlón (75 km)

breyta

Vegurinn liggur um Hornafjörð, Mýrar, Suðursveit og Breiðamerkursand.

Austur-Skaftafellssýsla

Jökulsárlón - Skaftafell (54 km)

breyta

Vegurinn liggur um Breiðamerkursand og Öræfi.

Austur-Skaftafellssýsla

Skaftafell - Sandgígjukvísl (26 km)

breyta

Vegurinn liggur um Skeiðarársand.

Austur-Skaftafellssýsla

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Útrýmt af hringveginum á 15 árum Mbl. Skoðað 12. maí, 2023.