Breiðdalsheiði er heiði og fjallvegur á milli Suðurdals og Breiðdals. Heiðin er 470 m há. Vegur 95 liggur um heiðina og er hann brattur niður af heiðinni í Breiðdal. Á heiðinni er lítið vatn, Heiðarvatn.