Akrafjall er fjall á Akranesi á milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er 643 metrar á hæð og heitir hæsti tindurinn Geirmundartindur. Í því er blágrýti og stuðlaberg finnst víða. Það er jökulsorfið að ofan og hefur verið eyja á jökulskeiði eða eftir ísöld, því að í því má finna brimstall. Berjadalur gengur inn í fjallið frá vestri. Eftir honum rennur Berjadalsá. Arnes Pálsson, útilegumaður, hafðist við í fjallinu um skeið sumarið 1756. Í fjallinu er mikið svartbaks- og fýlavarp.

Akrafjall
Hæð642 metri
LandÍsland
SveitarfélagHvalfjarðarsveit
Map
Hnit64°20′12″N 21°54′43″V / 64.33658°N 21.91198°V / 64.33658; -21.91198
breyta upplýsingum

Nálægir staðir

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.