Rangárvallasýsla
fyrrum stjórnsýslueining á sunnanverðu Íslandi
Rangárvallasýsla var ein af sýslum Íslands. Sýslur eru ekki lengur stjórnsýslueiningar á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.
![]() | |
![]() | |
Kjördæmi | Suðurkjördæmi |
Sveitarfélög | Rangárþing ytra · Rangárþing eystra · Ásahreppur |
Þéttbýli | Hella (1.660 íb.) · Hvolsvöllur (1.722 íb.) |
Póstnúmer | 850, 851, 860, 861 |
Flatarmál | 7.971 km² |
- Sæti | ?? (8 %) |
Mannfjöldi (2018) | |
- Alls |
3,655 ?? (1 %) 0,46/km² |
Rangárvallasýsla nær frá Þjórsá í vestri austur á Sólheimasand, frá sjávarströndu inn að vatnaskilum á hálendinu. Nágrannasýslur Rangárvallasýslu eru Árnessýsla í vestri, Vestur-Skaftafellssýsla í austri og Suður-Þingeyjarsýsla í norðri. Í sýslunni eru þekktir ferðamannastaðir, eins og Þórsmörk, Skógar og Galtalækur.
Sveitarfélög innan Rangárvallasýslu eru Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/ce/Flag_of_Iceland.svg/40px-Flag_of_Iceland.svg.png)