Þjóðvegur 25
Þjóðvegur 25 eða Þykkvabæjarvegur er vegur á Suðurlandi og liggur af hringveginum (Þjóðvegi 1) hjá bænum Ægissíðu vestan við Ytri-Rangá hjá Hellu og niður í Þykkvabæ. Liggur vegurinn á köflum á varnargarði sem gerður var um 1923 til að verja Þykkvabæ og nærsveitir fyrir flóðum úr Ytri-Rangá og Hólsá, og til að þurrka upp Safamýri.
Vegurinn er 18,5 km langur.
Þessi samgöngugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.