Fjallabaksleið syðri
fjallvegur á Suðurlandi
(Endurbeint frá Þjóðvegur F210)
Fjallabaksleið syðri (F-210) er fjallvegur sem liggur frá Keldum á Rangárvöllum norður fyrir Mýrdalsjökul og til byggða í Skaftártungu. Leiðin er aðeins fær jeppum. Fjallabaksleið syðri var á fyrri tímum oft farin af Skaftfellingum sem sóttu verslun á Eyrarbakka. Vegurinn liggur fyrir norðan Tindfjallajökul, meðfram Skyggnishlíðum og óbrúað Markarfljót að skála Ferðafélags Íslands fyrir austan við Álftavatn. Um það bil 8 km fyrir sunnan skálann greinist leiðin í tvennt þegar komið er yfir Kaldaklofskvísl, í vestur um Emstrur og yfir brú á Markarfljóti á slóð sem liggur yfir í Fljótshlíð eða í austur um Mælifellssand.
Heimild
breyta- Hálendið Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine