Reynisfjara

Fjara á suðurlandi Íslands

Reynisfjara er strönd við Reynisfjall og Reynisdranga rétt vestur af Vík í Mýrdal. Staðurinn er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og er kallaður Black sand beach á ensku. Þar er falleg stuðlabergsmyndun.

Reynisfjara.
Stuðlaberg við Reynisfjöru og Reynisfjall.

Hætta á öldugangi og banaslys

breyta

Reynisfjara er hættulegasti ferðamannastaður landsins en ferðamenn skynja stundum ekki hættuna og fara of nálægt öldunum. Stærri og hættulegri öldur koma inn á milli. [1]

Rætt hefur verið um að koma gæslu á svæðinu en ekkert hefur verið gert. Skilti eru þó á staðnum. Rætt hefur verið að setja viðvörunarkerfi upp, ljós og fána.

Banaslys

breyta

Banaslys hafa orðið við fjöruna 2007, 2016, 2018, 2021 og 2022. [2][3]

Tilvísanir

breyta
  1. Þarna þarf að vera gæsla RÚV, skoðað 11.11 2021
  2. Aðeins höfuðið stóð upp úr öldunum RÚV, skoðað 11.11.2021
  3. Lést eftir slys í Reynisfjöru Rúv, sótt 11/6 2022