Hafravatn
64°7′48″N 21°39′46″V / 64.13000°N 21.66278°V
Hafravatn er vatn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins rétt austur af Úlfarsfelli. Flatarmál þess er rúmur ferkílómetri og er dýpt mest 28 metrar.[1] Seljadalsá rennur í vatnið og úr því rennur Úlfarsá/Korpa. Skógrækt er í nágrenni vatnsins og gönguleiðir. Veiði er stunduð í vatninu; mest bleikja og silungur. Ýmis afþreying hefur þar verið eins og bátsferðir, vatnaskíði og svifflug. Nokkuð er um sumarbústaði í nágrenni vatnsins.
Tilvísanir
breyta- ↑ Hafravatn Geymt 13 júlí 2016 í Wayback Machine Nat.is, skoðað 2. apríl , 2017