Víkurskarð
Víkurskarð er skarð í Suður-Þingeyjarsýslu milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Um Víkurskarð lá lengi Þjóðvegur 1. Vegurinn var tekinn í notkun 1983 þótt vegagerðinni væri ekki að fullu lokið fyrr en 1986. Hann leysti af hólmi veginn yfir Vaðlaheiði, sem þekktur var fyrir fjölmargar beygjur og sveigjur og lá hæst í um 520 metra hæð. Þótti því Víkurskarðsvegurinn mikil samgöngubót á sínum tíma. Oft er ófært um Víkurskarð þegar snjóar mikið. Árið 2018 opnuðu Vaðlaheiðargöng og var þá Víkurskarð ekki lengur hluti af Þjóðvegi 1 og er vegurinn núna skráður vegur 84.