Vesturland

landshluti á Íslandi
Þróun mannfjölda á Vesturlandi.
ár mannfjöldi hlutfall af
heildarfjölda
1920 10.167 10,77%
1930 9.636 8,87%
1940 9.927 8,17%
1950 10.065 6,98%
1960 11.973 6,68%
1970 13.205 6,45%
1980 14.884 6,44%
1990 14.537 5,64%
2000 14.263 5,01%
2010 15.370 4,84%

Vesturland er landshluti á Íslandi sem venjulega er sagður ná frá Gilsfirði og Holtavörðuheiði í norðri og norðaustri að Hvalfirði í suðri. Vesturland nær þannig yfir Dalina, Snæfellsnes, Mýrar og Borgarfjörð auk Hvalfjarðar að Botnsdal. Úti fyrir Vesturlandi eru tveir stórir flóar; Breiðafjörður og Faxaflói og liggur Snæfellsnes á milli þeirra. Norðan við Gilsfjörð eru Vestfirðir og norðaustan við Holtavörðuheiði tekur Norðurland vestra við. Sunnan Hvalfjarðar taka við Höfuðborgarsvæðið og Suðvesturland.

Kort af Íslandi sem sýnir Vesturland litað rautt.


Mörk Vesturlands miðast að hluta við mörk hins gamla Vestfirðingafjórðungs sem lágu um Hrútafjarðará í norðaustri, þar sem Norðlendingafjórðungur tók við, og Borgarfjörð fyrst (fram á 13. öld) og Hvalfjörð síðan í suðri þar sem Sunnlendingafjórðungur tók við.

Frá 1959 og til 2003 var Vesturland Vesturlandskjördæmi en síðan 2003 er það hluti af Norðvesturkjördæmi.

Borgarnes