Berufjörður
Berufjörður er um 20 km langur fjörður á Austfjörðum á Íslandi. Upp úr honum ganga 3 dalir, Búlandsdalur, sem liggur fyrst þvert á fjörðinn og síðan inn eftir, því næst Fossárdalur upp af Fossárvík að sunnan, og Berufjarðardalur úr botni fjarðarins. Þorpið Djúpivogur liggur við sunnanverðan fjörðinn. Næstu firðir eru Breiðdalsvík að norðan, og Hamarsfjörður að sunnan.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Berufjörður.
Sveitabæir og hús
breytaStreiti, Núpur, Kross, Krossgerði, Fossgerði, Karlsstaðir, Berunes, Þiljuvellir, Hamraborg, Fagrihvammur, Runná, Gautavík, Skáli, Kelduskógar, Hvannabrekka, Berufjörður, Melshorn, Lindarbrekka, Eyjólfsstaðir, Urðarteigur, Teigarhorn, Melshorn og Framnes.
Tengill
breyta Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.