Grafarvogur

Hnit: 64°08′39″N 21°47′32″V / 64.14417°N 21.79222°A / 64.14417; 21.79222

Grafarvogur er hverfi í Reykjavík, sem afmarkast af ósum Elliðaár í vestri, samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að Mosfellsbæ og sjó. Hverfið er fjölbýlt og er það enn í uppbyggingu. Í hverfinu er ein kirkja, Grafarvogskirkja. Póstnúmer í Grafarvogi er 112. Árið 2017 voru íbúar Grafarvogs tæplega 18.000.

Grafarvogur: Rimar og Borgir
Grafarvogur (bláir hlutar)

Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes. Hverfið byggðist fyrst upp eftir miðjan 9. áratug 20. aldar. Grafarvogur dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði en stóð innst við hann, við Grafarlæk fyrir sunnan Keldur.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.