Kúðafljót


Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu er ein af mestu jökulám Íslands. Í rauninni er það þó samsafn margra vatnsfalla af stóru vatnasvæði á Suðurlandi. Upphaf Kúðafljóts telst þó þar sem Hólmsá, Tungufljót og stór hluti Eldvatns mætast þar sem heitir Flögulón og rennur það þaðan til suðurs, vestan Álftavera og Þykkvabæjarklaustur til sjávar á Meðallandssandi.

Kúðafljót
Kúðafljót við Álftaver
Kúðafljót við Álftaver
Árós Meðallandssandur
Lengd 115 km
Meðalrennsli 230 m³/s
Vatnasvið 3.000 km²
Map
Hnit 63°35′50″N 18°22′00″V / 63.5972°N 18.3667°V / 63.5972; -18.3667
Árósar Kúðafjóts (hægra megin) og Skaftár (vinstra megin)

Samkvæmt Landnámu dregur áin nafn sitt af skipi Vilbalda sem Kúði hét, en þar segir: „Hann fór af Írlandi og hafði skip það, er Kúði hét; hann kom í Kúðafljótsós.“ Óstaðfestar sagnir eru til um að Kúðafljót hafi verið skipgengur fjörður og þar hefi verið kaupstaður á eyjunni Kúðahólma. Fannst þar skiphald af járni sem sumir telja sönnun þess.

TenglarBreyta


   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.