63°35′50″N 18°22′00″V / 63.59722°N 18.36667°V / 63.59722; -18.36667

Kúðafljót
Kúðafljót við Álftaver
Einkenni
UppsprettaMýrdalsjökull
Hnit63°32′54″N 18°18′05″V / 63.548396°N 18.3013°V / 63.548396; -18.3013
Árós 
 • staðsetning
Meðallandssandur
Lengd115 km
Vatnasvið3.000 km²
Rennsli 
 • miðlungs230 m³/s
breyta upplýsingum

Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu er ein af mestu jökulám Íslands. Í rauninni er það þó samsafn margra vatnsfalla af stóru vatnasvæði á Suðurlandi. Upphaf Kúðafljóts telst þó þar sem Hólmsá, Tungufljót og stór hluti Eldvatns mætast þar sem heitir Flögulón og rennur það þaðan til suðurs, vestan Álftavera og Þykkvabæjarklaustur til sjávar á Meðallandssandi.

Árósar Kúðafjóts (hægra megin) og Skaftár (vinstra megin)

Samkvæmt Landnámu dregur áin nafn sitt af skipi Vilbalda sem Kúði hét, en þar segir: „Hann fór af Írlandi og hafði skip það, er Kúði hét; hann kom í Kúðafljótsós.“ Óstaðfestar sagnir eru til um að Kúðafljót hafi verið skipgengur fjörður og þar hefi verið kaupstaður á eyjunni Kúðahólma. Fannst þar skiphald af járni sem sumir telja sönnun þess.

Tenglar

breyta


   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.