Kræklingahlíð nefnist strandlengjan og hlíðin á milli Glerár og Hörgár við vestanverðan Eyjafjörð. Samkvæmt Landnámu dregur hún nafn sitt af sonum Öndótts kráku sem námu þar land. Fyrir ofan hlíðina stendur Hlíðarfjall sem lækkar til norðurs og myndar langan háls er kallast Moldhaugnaháls. Nálægt Hörgárósum er hinn forni verslunarstaður Gásir.

Horft norður eftir Kræklingahlíð.

Kræklingahlíð tilheyrði lengst af öll Glæsibæjarhreppi en 1955 voru bæjarmörk Akureyrarkaupstaðar færð norður að Lónsá til þess að færa hið vaxandi Glerárhverfi undir lögsögu bæjarins. Glæsibæjarhreppur sameinaðist síðan tveimur nágrannahreppum 1998 til þess að mynda Hörgárbyggð. Kræklingahlíð hefur frá landnámi þótt þéttbýl sveit með tveimur til þremur bæjarröðum meðfram hlíðinni. Auk Glerárhverfis hefur á síðustu árum einnig myndast þéttbýliskjarni við Lónsá í landi Hörgárbyggðar.

Heimild

breyta